Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 6
MAGNÚS MAGNÚSSON Foreldrar Magnúsar, hjónin Sigurlaug Guð- mundsdóttir og Magnús Kristinsson, sem bjuggu á Ægissíðu á Vatnsnesi í Húnavatns- sýslu, og fólk, sem var á heimilinu er hann fæddist, töldu hann fæddan 6. júní 1892. Liðu svo árin, að ætíð var haldið upp á afmæli hans þann dag, en þegar að því kom að hann festi ráð sitt haustið 1919, kom í Ijós, öllum til furðu, að í fæðingarvottorðinu stóð, að hann væri fæddur 27. maí. Flestir munu trúlega telja um- sögn foreldra um fæðingardag barna sinna ör- uggari heimild en innfærslu í kirkjubækur, en Magnús virti bókstafinn og taldi síðan 27. maí afmælisdag sinn, þó að komið hafi fyrir, eink- um fyrr á árum, að hann héldi upp á báða dagana. Magnús minnist foreldra sinna af mikilli ástúð og virðingu, en gleymir ekki hjónunum Guðbjörgu Pálsdóttur og Engilbert Engilbertssyni, sem voru hjú á heimili foreldra hans, þegar hann fæddist. Þau tóku ástfóstri við hann þegar á fyrsta ári og fengu að taka hann með sér, þegar þau fóru frá Ægis- síðu, og ólu hann upp til fermingaraldurs. Við þessi góðu hjón taldi hann sig í meiri þakkarskuld en nokkurn annan, og hafi menn þó reynst sér vel á lífsleiðinni. Hjá fósturforeldrum sínum hafði hann fengið að liggja í bókum öllum stundum, og lestri íslendingasagna kvaðst hann fyrst og fremst eiga að þakka það, sem hann kunni í íslensku, og harmar mjög, að lestur þeirra rita skuli nú að mestu lagður niður hjá unglingum. Er Magnús var 21 árs, hafði hann verið eitt ár í Hvítárbakkaskóla og tvö ár farkennari í Svínavatnshreppi, en vorið 1913 hélt hann til Akreyrar og tók þar próf upp í 3. bekk gagnfræðaskólans og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið eftir. Lá svo leiðin til Reykjavíkur haustið 1914, og settist hann þar í 4. bekk menntaskólans og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1917. í þeim hópi voru 40 stúdentar, margir þjóðkunnir menn, og urðu það langlífir, að 28 voru á lífi 50 árum síðar. Síðasta áratuginn hafa þeir horfið á braut, hver af öðrum, þar á meðal lögfræðingarnir Björn E. Árnason endurskoðandi, Grétar Ó. Fells, Lárus Jóhannesson hæstaréttardómari og lengi formaður Lögmannafélags Islands, Óskar Borg, Sigurður Grímsson og nú Magnús Magnússon. Á lífi eru Benedikt Gröndal forstjóri, séra Gunnar Benediktsson, Kristján Albertsson rithöfundur, séra Sigurjón Árnason, Sveinn Sigurðsson, Valtýr Albertsson læknir og Vilhjálmur Þ. Gíslason, fyrrverandi útvarpsstjóri. Að loknu stúdentsprófi stóð hugur Magnúsar til náms í íslenskum fræðum, bókmenntum og sögu. Hugðist hann nema þau fræði við Kaupmannahafnar- háskóla, en til þess skorti hann fé, og þær framtíðarhorfur, sem við blöstu að námi loknu, með skuldabagga á herðum, hafa trúlega vaxið honum nokkuð í augum. Niðurstaðan varð sú, að hann innritaðist í lagadeild Háskóla íslands og lauk þaðan embættisprófi í febrúar 1922 með góðri einkunn. Hlaut hann 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.