Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 50
Ráðstefna AMNESTY INTERNATIONAL um afnám dauðarefsingar STOKKHÓLMSYFIRLÝSINGIN 11. DESEMBER 1977 Stokkhólmsráðstefnan um afnám dauðarefsingar, setin af rúmlega 200 kjörnum fulltrúum og öðrum þátttakendum frá Asíu, Afríku, Evrópu, Mið- austurlöndum, Norður- og Suður-Ameríku og ríkjum í Karabíska hafinu Minnir á að: — Dauðarefsing er sú tegund refsinga, þar sem grimmd, mannúðarleysi og niðurlæging ná lengst og sviptir manninn rétti sínum til lífsins. Hefur hugfast að: — Dauðarefsingu er iðulega beitt til að bæla niður hvers konar andstöðu, kynþátta-, þjóðmenningar-, trúarbragða- og réttindaskertra hópa. — Aftaka er ofbeldisverknaður og ofbeldi egnir gjarnast til ofbeldis. — Ákvörðun um dauðarefsingu og framkvæmd hennar er grimmileg öllum, sem hlut eiga að máli. — Aldrei hefur verið sýnt fram á, að dauðarefsing hafi nein sérstök fyrir- byggjandi áhrif. — Dauðarefsing kemur í vaxandi mæli fram í því, að menn hverfa sporlaust, I aftökum án dóms og laga og pólitískum morðum. — Líflát er óafturkallanlegt og getur bitnað á saklausum. Staðhæfir að: — Það er undantekningarlaus skylda hvers ríkis að vernda líf allra manna innan lögsögu sinnar. — Aftökur með pólitíska þvingun að markmiði eru jafn óviðunandi, hvort sem þeim er beitt af stjórnvöldum eða öðrum. — Afnám dauðarefsingar er nauðsynlegt til að ná yfirlýstum alþjóðlegum markmiðum. Lýsir yfir: — Algjörri og skilyrðislausri andstöðu sinni við dauðarefsingu. — Fordæmingu sinni á öllum aftökum í hvaða mynd sem þær eru fram- kvæmdar eða látnar viðgangast af yfirvöldum. — Skuldbindingu sinni til að vinna að algjöru afnámi dauðarefsingar. Skorar á: — Félagasamtök óháð stjórnvöldum, innlend sem alþjóðleg, að vinna saman og hvert í sinu lagi að því að láta almenningi í té upplýsingar varðandi afnám dauðarefsingar. — Allar ríkisstjórnir að afnema dauðarefsingu algerlega og umsvifalaust. — Sameinuðu þjóðirnar að lýsa því ótvírætt yfir, að dauðarefsing sé and- stæð alþjóðalögum. 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.