Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Síða 29
fangsmiklum málum sýnist þó stundum rétt að draga saman þau atriði úr málsatvikalýsingu, sem dómari vill leggja áherslu á við sönnunar- mat. Þetta leiðir óhjákvæmilega til endurtekninga, en getur verið nauðsynlegt samhengis vegna. Jafnframt þessu gerir dómari í áfellisdómi grein fyrir því, við hvaða lagaákvæði hið sannaða atferli varðar. 1 einföldum málum er stundum látið nægja að vísa til ákæru um þetta atriði, en það er í raun óæski- legt. Dómarinn á hér að taka sjálfstæða afstöðu. Stundum heyrist því fleygt, einkum af hálfu lögmanna, að dómar í opinberum málum séu stuttaralegir að því er varðar rökstuðning, dómarar séu sparir á útlistanir á niðurstöðum og noti staðlað, hefð- bundið orðalag. Þetta er e.t.v. rétt að einhverju leyti, t.d. í minni hátt- ar og „rútínu“málum. Á hinn bóginn verður að hafa í huga, að hér á mælgi ekki við, heldur ber að einskorða sig við efni málsins. Dómur er ekki fræðiritgerð heldur úrlausn á tilteknu, afmörkuðu sakarefni, þar sem ekki eiga við almennar hugleiðingar. í rökstuðningi, sem kem- ur á eftir atvikalýsingu, er og yfii'leitt ekki svigrúm til málalenginga án þess að um endurtekningar verði að ræða. Dómarinn verður ein- ungis að vísa til tiltekinna atriða, sem áður hafa verið rakin, og draga ályktanir af þeim án þess að yfirleitt sé þörf margra orða þar um, en þetta er þó mjög háð eðli máls. Stundum reynir auðvitað á túlkun lagaákvæða, sem gefur þá tilefni til lögfræðilegra hugleiðinga. Það er ljóst, að samning niðurstöðu er erfiðasti þátturinn í samn- ingu dóma. Þessar tiltölulega fáu setningar krefjast iðulega mikillar yfirlegu og heilabrota. Dómaranum nægir hér ekki að vísa til hug- lægra áhrifa, sem hann hefur orðið fyrir af málinu, heldur má hann einungis draga ályktanir af áþreifanlegum atvikum, þannig að ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 108. gr. oml. um sönn- unarmat dómara. Lengdin skiptir hér ekki öllu máli. Þótt dómarar leiti mikið í dómasöfnum og lagaritum til stuðnings við dómasamningu, er ekki algengt, að tilvitnanir í slíkt komi fram í dóm- um, og verður það að teljast eðlilegt. Hér er um að ræða hjálpartæki við dómasamningu, sem ekki er ástæða til að tilgreina nema í ein- staka tilvikum. Lokakafli forsendna lýtur að tilvísun til refsiheimilda, ákvörðun um refsingu og önnur viðurlög og loks ákvörðun um málskostnað. Ég sé ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um þennan þátt. Það er yfirleitt ekki tilefni til mikilla bollalegginga í þessum hluta dómsins. Mér finnst þó, að dómarar mættu gera meira af því að greina þau atriði, sem þeir byggja á við ákvörðun refsingar. Venjulega er hér 75

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.