Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Page 8
verkefnaflokki eða málið sé, eigi að vera eða ætti að vera á verksviði stofn- unar utan stjórnarráðsins. Vafamálin varðandi stjórnarráðið eru fleiri. Valdmörk ráðherra eða ráðu- neyta og annarra ríkisstofnana eru oft óljós. Getur heilbrigðisráðherra gefið tryggingaráði bindandi fyrirmæli um að nota heimildarákvæði almannatrygg- ingalaga — eða getur þessi sami ráðherra skipað lækni á Landspítalanum að framkvæma tiltekna aðgerð? Líklega svara flestir þessum spurningum neitandi, en svör við þeim og mörgum öðrum spurningum um valdmörk eru álitamál. Hér hefur verið bent á nokkur atriði, sem stjórnarráðið varða. Það þarf ekki viðamikla athugun á skipulagi þess og starfsháttum til að komast að raun um, að samræmi skortir um mörg atriði og óvissa er um önnur. Stundum er sjálfsagt svo, að samræmis er ekki brýn þörf og óvissa kemur vart að sök. Þó verður að ætla, að það myndi auka og treysta árangur af starfsemi stjórnarráðsins, ef það væri skipulagt eftir gleggri meginreglum um þau atriði. er að framan getur, og ef valdsvið þess væri betur markað. Þ. V. TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA Kristjana Jónsdóttir dómarafulltrúi, sem var framkvæmdastjóri Tímarits lög- fræðinga 1975—1978, hefur nú látið af þeim starfa, en hún hvarf úr stjórn Lög- fræðingafélagsins á síðasta aðalfundi. Við framkvæmdastjórn hefur tekið ingibjörg Rafnar héraðsdómslögmaður, sem nú á sæti í stjórn Lögfræðinga- félagsins. — Athygli er vakin á breytingu á áskriftargjaldi í 5.000 krónur fyrir árganginn. Laganemar fá ritið fyrir 4.000 kr. 2

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.