Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Síða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Síða 9
Björn Bjarnason skrifstofustjóri: UM STARFSSTJÓRNIR l. INNGANGUR Hér verður fjallað um starfsstjórnir, ríkisstjórnir, sem starfa fyrir tilmæli forseta eftir að þær hafa beðist lausnar. Ritstjóri þessa rits segir í forystugrein sinni í 2. hefti 28. árgangs m. a.: „Nú veit enginn, hvort vald eða ábyrgð starfsstjórna er með einhverjum hætti annað en annarra ríkisstjórna“. 1 riti sínu Stjórn- skipun Islands segir Ólafur Jóhannesson m.a.: „Annars verður að játa, að þetta atriði, munurinn á reglulegri stjórn og starfsstjórn, hefur lítt verið kannað til þessa, en það eitt út af fyrir sig væri ærið rann- sóknarefni.“ I ritgerð sinni, Þingræði á íslandi, telur Bjarni Bene- diktsson muninn á reglulegri stjórn og starfsstjórn „mjög óljósan og lítilsvirði". Af framangreindu má ráða, að það er engan veginn létt verk að kom- ast að lögfræðilega tækum niðurstöðum varðandi starfsstjórnir. 1 stj órnarskránni er ekki fjallað sérstaklega um þær. Hér verður leitast við að draga mörk milli starfsstjórna og skipaðra ríkisstj órna, sé þess kostur. Aðferðin sem beitt er, felst í því að rannsaka gerðir starfs- stjórna og leiða í ljós, hvort og hvernig þær eru frábrugðnar athöfnum skipaðra stjórna. Tekið verður mið af stjórnarathöfnum frá því að lýð- veldi var stofnað 1944, enda vafasamt hvaða lögfræðilega þýðingu hefur að leita lengra aftur í tímann. Ljóst er, að verulega þýðingu hefur, að sem gleggst sé, hvaða reglur gilda um starfsstjórnir. Þær sitja eðli málsins samkvæmt á umbrota- og breytingatímum á stjórnmálasvið- inu. Gerðir þeirra geta verið þess eðlis, að þeim verði ekki breytt síðar. Starfsstjórn, sem nýtur ekki stuðnings meirihluta Alþingis, gæti til dæmis gripið til efnahagsráðstafana með bráðabirgðalögum og bundið hendur nýrrar ríkisstjórnar. Að loknu yfirliti yfir aðferð við stjórn- 3

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.