Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Qupperneq 10

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Qupperneq 10
arskipti og stjórnarathafnir starfsstjórna verður rætt, hvað niður- stöður megi draga af könnuninni og hvort og hvaða réttarheimildir aðrar komi til álita. Síðan lýðveldi vai' stofnað hafa starfsstjórnir setið níu sinnum. Eru þær þessar: Starfsstjóm dr. Björns Þórðarsonar, 16.9. 1944 — 21.10. 1944. Starfsstjórn Ólafs Thors (II) 10.10 1946 — 4.2. 1947 Starfsstjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar 2.11. 1949 — 6.12. 1949 Starfsstjórn Ólafs Thors (III) 2.3. 1950 — 14.3. 1950 Starfsstjórn Ólafs Thors (IV) 27.3. 1956 — 24.7. 1956 Starfsstjórn Hermanns Jónassonar 4.12. 1958 — 23.12. 1958 Starfsstjórn Jóhanns Hafstein 15.6. 1971 — 14. 7. 1971 Starfsstjórn Ólafs Jóhannessonar 2.7. 1974 — 28.8. 1974 Starfsstjórn Geirs Hallgrímssonar 27.6. 1978 — 1.9. 1978 2. HEITIÐ Með heitinu starfsstjórn er greint á milli þeirrar ríkisstjórnar, sem situr eftir að forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt en forseti falið ráðuneytinu að sitja áfram, og þeirrar ríkis- stjórnar, sem situr samkvæmt skipun forseta. Starfsstjórn felur for- seti, eðli sínu samkvæmt, að sitja um takmarkaðan tíma, eða þangað til nýtt ráðuneyti hefur verið myndað. Ríkisstjórn, sem skipuð hefur verið, getur samkvæmt þingræðisreglunni setið ótímabundið, eða svo lengi sem þingið veitir henni stuðning til þess. Heitið starfsstjórn er ekki gamalt. I ritgerð sinni, Þingræði á Islandi, notar Bjarni Benedikts- Björn Bjarnason lauk lagaprófi 1971. Hann var síðan útgáfustjóri Almenna bókafélagsins til 1974, þá um skeið fréttastjóri hjá dagblaðinu Vísi, en frá hausti 1974 hefur hann starfað í forsætisráðuneytinu og verið skrifstofustjóri þess frá 1975. í grein þeirri, sem hér er birt, gerir Björn grein fyrir athugun sinni á réttar- reglum um starfsstjórnir, þ.e. ríkisstjórnir, sem starfa að tilmælum forseta íslands, eftir að þær hafa beðist lausnar og forseti fallist á lausn- arbeiðnina. Björn hefur m.a. kannað gerða- bækur ríkisráðs allt frá lýðveldisstofnuninni, svo og það, sem birt hefur verið um störf ráðherra í starfsstjórnum í Stjórnartíðindum, Lögbirtinga- blaði og Alþingistíðindum. 4

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.