Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Page 19
nýrrar stjórnar, þ.e. 6. desember. Ekki verður fjallað um ástæðurnar fyrir flutningi einstakra frumvarpa. Þess má þó geta, að þegar frv. til jarðræktarlága og frv. um varnir gegn næmum sauðfjársjúkdómum kom til umræðu, var ný stjórn tekin við og mæltist landbúnaðarráð- herra hennar til þess, að fyrrverandi landbúnaðarráðherra fylgdi mál- unum úr hlaði, sem hann gerði. Starfsstjórn Ólafs Jóhannessonai', sem sat frá 2. júlí 1974 til 28. ágúst 1974, lagði fyrir sumarþingið 1974 nokkur lagafrumvörp, þessi: Frv. til laga um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu (staðfesting á brbl., samþykkt). Frv. til laga um breyting á lögum nr. 48 1974 um happdrættislán ríkissjóðs til að fullgera Djúpveg og opna þannig Djúpveg um Vestfirði (samþykkt). Frv. til laga um breyt- ing á lögum nr. 58 29. apríl 1967, orkulög (endurflutt, ekki útrætt). Frv. til laga um verðjöfnunargjald af raforku (endurflutt, samþykkt). Athygli vekur, að á aukaþinginu endurflutti starfandi fjármálaráð- herra, Halldór E. Sigurðsson, frv. til laga um fjáröflun til vegagerðar, sem hafði verið flutt sem stjórnarfrumvarp á fyrra þingi. Frumvarpið var endurflutt með nokkrum breytingum og ekki sem stjórnarfrum- varp. b) Þingsályktunai'tiIIögur. Starfsstjórn Ólafs Thors 1946 lagði fyrir Alþingi tillögu til þings- ályktunar um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta samning um alþjóðaflug (samþykkt). Starfsstjórn Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar 1949 lagði fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um þátttöku Islands í Evrópuráðinu (samþykkt), og tillögu til þingsályktunar um heimild fyrir ríkisstjórnina til að yfirtaka læknisbústaðinn að Reyk- hólum (samþykkt). c) Fjárlagafrumvörp. Eins og fram hefur komið, hafa þrjár starfsstjórnir lagt frumvörp til fjárlaga fyrir Alþingi. Starfsstjórn dr. Björns Þórðarsonar lagði frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1945 fyrir Alþingi 15. september 1944. Hafði þing þá setið í hálf- an mánuð án þess að fjárlagafrumvarp væi’i fram lagt, og höfðu þing- menn gert athugasemd við það utan dagskrár, að frumvarpið væri ekki komið fram. Urðu um þetta orðaskipti milli Eysteins Jónssonar og Björns Ólafssonar fjármálaráðherra (Alþt. 1944 B 376 og áfram). í umræðunum sagði fjármálaráðherra m.a.: „Þar sem mér þótti sýnt, að núverandi ríkisstjórn mundi biðjast lausnar, þá leit ég svo á, að 13

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.