Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Page 31

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Page 31
27. mars til 24. júlí 1956 er skipaður skrifstofustjóri Alþingis, skóla- yfirlæknir skipaður, 3 héraðslæknar settir, 4 leyfisbréf veitt læknum, flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar skipaður, staðfest ráðning 5 að- stoðarlækna héraðslækna, einn staðgöngumaður héraðslæknis settur, settur sóknarprestur, skipaðir 4 sóknarprestar, forstjóri Áburðarsölu ríkisins leystur frá starfi, skipaðir 2 sýslumenn, 5 ræðismenn skipaðir, sendiherra í Moskvu skipaður til þess að vera jafnframt sendiherra í Rúmeníu, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu skipaður, full- trúi skipaður í skrifstofu Alþingis, 4 leyfisbréf veitt tannlæknum, skipaðir 2 héraðslæknar, 2 menntaskólakennarar skipaðir, skipaður fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, skipaður skattstjóri, sendiherra. í Lon- don veitt lausn og hann skipaður ambassador í Frakklandi, 2 deildar- stjórar skipaðir í Hagstofu Islands, stjórnarráðsfulltrúi skipaður full- trúi I-flokks í utanríkisráðuneytinu, skipuð símastúlka í stjórnarráð- inu, skipaður ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu og skipaður fasta- fulltrúi Islands í Evrópuráðinu með sendiherranafnbót og sami maður jafnframt skipaður sendiráðunautur við sendiráð Islands í Bonn. 4. desember til 23. desember 1958 er fulltrúi í landbúnaðarráðuneyt- inu skipaður deildarstjóri í sama ráðuneyti, skipaður fulltrúi II stigs í viðskiptamálaráðuneytinu og héraðslæknir skipaður. 15. júní til 14. júlí 1971 er skrifstofustjóri skipaður í landbúnaðar- ráðuneytinu, skrifstofustjóri skipaður í ríkisendurskoðun, skrifstofu- stjóri skipaður í sjávarútvegsráðuneytinu, skrifstofustjóri skipaður í viðskiptaráðuneytinu, deildarstjóri skipaður í utanríkisráðuneytinu og öðrum veitt lausn, deildarstjóri skipaður í sjávarútvegsráðuneytinu, skipaður aðalræðismaður, skipaður sendifulltrúi í utanríkisþjónustu íslands, skipaður deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, 21 kennari skipaður, embætti héraðslæknis veitt, leyfisbréf útgefin handa 2 lækn- um, 2 skólastjórar skipaðir, presti veitt lausn, 2 menntaskólakennur- um veitt lausn, og prófessor skipaður við Háskóla Tslands. 2. júlí til 28. ágúst 1974 er skipaður deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, deildarstjóri skipaður í menntamála- ráðuneytinu, deildarstjóri skipaður í félagsmálaráðuneytinu, lögreglu- stjóra í Bolungarvík veitt lausn og nýr maður skipaður bæjarfógeti þar, 2 dósentar skipaðir við Háskóla íslands, lögi’eglustjóri á Kefla- víkurflugvelli skipaður, vararíkissaksóknari skipaður, skólayfirlæknir skipaður, forstjóri Þjóðhagsstofnunar skipaður, sendiherra íslands í Moskvu leystur frá störfum þar og nýr skipaður, sendiráðunautur í London skipaður sendifulltrúi í London, deildarstjóri í utanríkisráðu- neytinu skipaður sendifulltrúi, sendiráðunautur í Bonn skipaður sendi- 25

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.