Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Síða 44
Frá Bandalagi liáskólaiiianim 3. ÞING BHM Dagana 23. og 24. nóvember s.l. var 3. þing BHM haldið að Hótel Loftleið- um. Dr. Ármann Snævarr forseti Hæstaréttar flutti ávarp í upphafi þings og minntist 20 ára afmælis bandalagsins, en það var stofnað 23. október 1958, og var dr. Ármann fyrsti formaður þess. Þá fluttu Guðmundur Magnússon prófessor og Ásmundur Stefánsson lektor erindi um verðbólgu og vísitölu- bindingu launa. Að þeim loknum fóru fram umræður um efni þeirra. Loks störfuðu nefndir um starfsáætlun og fjárhagsáætlun, verðbólgu — vísitölu- bindingu launa auk uppstillingarnefndar og ályktananefndar. Föstudaginn 24. nóvember voru fluttar skýrslur stjórnar, launamálaráðs og ráðs sjálfstætt starf- andi háskólamanna. Þá var samþykkt starfsáætlun og fjárhagsáætlun fyrir næstu 2 ár. Loks var kjörin stjórn BHM og aðrir trúnaðarmenn. Vegna ákvæða í lögum BHM um, að enginn megi sitja í stjórn lengur en 4 ár í senn, gengu eftirtaldir úr stjórn: Dr. Jónas Bjarnason formaður BHM, Skúli Halldórsson BA varaformaður BHM, Almar Grímsson lyfjafræðingur og Stefán Hermannsson verkfræðingur. I stjórn BHM til næstu tveggja ára voru kjörnir: Formaður Dr. Valdimar Kr. Jónsson prófessor og varaformaður Ómar Árnason menntaskóla- kennari. Aðrir í stjórn voru kjörnir Jón L. Sigurðsson læknir, Guðmundur Björnsson viðskiptafræðingur og Guðmundur Hjálmarsson tæknifræðingur. í varastjórn voru kjörin Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Kristín Indriðadóttir, bókasafnsfræðingur. Loks voru samþykktar á þinginu ályktanir um kjaramál, skattamál og hús- næðismál. RÁÐSTEFNA UM LÍFSKJÖR Á ÍSLANDI Bandalag háskólamanna efndi til ráðstefnu um ,,Lífskjör á íslandi“ 3. og 4. nóvember s.l. Á ráðstefnunni var fjallað um lífskjörin í viðtækum skilningi, efnahagslegar forsendur þeirra, takmörk llfskjara, menntun og lífskjör, arð- semi fjárfestingar, tækniþróun, launaskrið og launakjör á íslandi og öðrum Norðurlöndum. Ráðstefnan vakti mikla athygli, og blöð birtu útdrætti úr mörgum erindum. Einna mesta athygli vakti erindi Bolla Þ. Bollasonar, en þar kom m.a. fram, 38

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.