Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Qupperneq 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Qupperneq 6
ályktunum og dómum. í hversdaglegri umgengni var geðprýði hans sérstök, jafnvægi og nærgætni. Þessir kostir held ég honum hafi fremur verið áskap- aðir en áunnir. Ekki átti þetta þó skylt við geðleysi — síður en svo — þvi að Ármann var þéttur fyrir, ef því var að skipta, gat blátt áfram verið þrár að manni fannst. Hann var hjálpfús og búinn næmri réttlætistilfinningu. Það var fjarri honum að flíka sér eða verkum sínum. Svo sem áður er að vikið átti það fyrir Ármanni að liggja að eyða mestum hluta starfsævi sinnar I þágu hinnar opinberu stjórnsýslu og það á því sviði hennar, skattheimtunni, sem í ýmsu tilliti er vandmeðfarið. Á þeim áratugum, er Ármann vann að þeim málum, áttu sér stað tilraunir með ný og ekki ger- hugsuð skattform, t.d. svonefndan stóreignaskatt. Var þá oft úr vöndu að ráða. Hér má einnig nefna breytinguna á lögum um söluskatt árið 1960. En að því er þeir telja, sem gerst eiga að þekkja til undirbúnings þeirrar löggjaf- ar, lagði Ármann þar drjúgan skerf af mörkum, þótt því hafi lítið verið flíkað. Lög þessi hafa nú í meira en tvo áratugi staðist tímans tönn I grundvallar- atriðum í umróti skattheimtunnar. Það yrði oflangt mál hér að fara að tíunda frekar störf Ármanns, en rétt er í lokin að leggja áherslu á, í hve góðar þarfir hlutlægni Ármanns kom á þessu sviði. Af samstarfsmönnum sínum var Ár- mann einkarvel liðinn og komu þar til eðliskostir þeir sem áður var lýst. Sem heimilisfaðir var Ármann einstakur bæði að nærgætni og umhyggju. Ég votta fjölskyldu hans einlæga samúð. GuSmundur Skaftason. INGOLFUR JÓNSSON Ingólfur Jónsson hæstaréttarlögmaður and- aðist 27. september 1982, þá háaldraður mað- ur fæddur 28. júní 1892. Foreldrar Ingólfs voru Jón Friðfinnsson bóndi Stóra-Eyrarlandi í Hrafnagilshreppi, síðar á Harðbak á Sléttu og á Akureyri, og Þuríður Sesselja Sigurðardóttir frá Miðkoti I Svarfað- ardal. Rannveig móðir Jónasar Hallgrímssonar var bróðurdóttir Jósefs langafa Ingólfs Jóns- sonar, svo að þeir Jónas og Ingólfur voru af þriðja og fjórða. Ingólfur Jónsson tilheyrði hinni svokölluðu aldamótakynslóð, og má segja að honum hafi ekki fallið verk úr hendi sína löngu ævi. Strax fjórtán ára gamall hóf hann prentnám hjá Oddi Björnssyni á Akureyri en að ári liðnu vorið 1913, fór hann til Reykjavíkur til náms í Prentsmiðjunni Gutenberg og síðar í Prentsmiðjuna Rún. Þá sýnir það vel dugnað hans og metnað, að hann hóf að lesa undir stúdentspróf. Hann settist í 3. bekk gagnfræðaskólans á Akureyri 1915-1916 og síðar í lærdómsdeild Menntaskólans í Reykjavík og 176

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.