Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Side 9
arinnar og var m.a. formaður íþróttafélags Reykjavíkur 1953 til 1958 og var
sæmdur heiðurskrossi þess félags. Hann var einnig gerður að heiðursfélaga
í iþróttafélaginu Völsungi á Húsavík, sem hann stofnaði ásamt Jóhanni bróð-
ur sínum og öðrum áhugamönnum þar nyrðra.
Jakob var geysilegur áhugamaður um fiskiræktarmál og ritaði mikið um
þau efni í blöð og tímarit. Ekki lét hann þar frekar en annars staðar sitja
við orðin tóm. Hann og félagar hans stofnuðu klak og eldistöð Húsavíkur
1957, hlutafélagið Veiðivötn um fiskirækt í Svartá i Skagafirði 1969 og 1971
Fiskiræktarfélagið Fróðá h.f. á Snæfellsnesi. Jakob átti sæti í Veiði- og fiski-
ræktarráði Reykjavíkurborgar frá 1974 og hefir átt sæti í endurskoðunarnefnd
laga um lax- og silungsveiði og fleiri nefndum á þessu sviði, nú síðast í könn-
unarnefnd úthafsveiða á laxi.
Ekki má gleyma að Jakob hefir verið afkastamikill myndlistarmaður og
haldið sýningar víða um land. Myndir eftir hann hafa færri fengið en vildu.
Þá ber að geta þess að 1965 samdi hann og gaf út hina afburða fögru og
fróðlegu bók: Laxá í Aðaldal.
Ég, sem þessar línur rita, man fyrst eftir Jakobi Hafstein, þegar hann kom
með foreldrum sínum í Efrihóla. Var hann þá hestasveinn föður síns í þinga-
ferðum, og ég man, að ég fór með honum fram á Dal til að sækja hestana.
Okkur gekk illa að ná þeim, nema brúnskjóttum klár, sem við tvímenntum á
heim. Við spjölluðum margt, og mér þótti Jakob einkar skemmtilegur og glæsi-
legur maður. Eftir þennan tvímenning vorum við ávallt vinir. Síðar kom ég
oft á heimili foreldra hans á Húsavík. Hefur mér orðið þetta fagra heimili sér-
lega minnisstætt vegna þeirrar alúðar, hlýju og risnu sem þar var að mæta
bæði hjá sýslumannshjónunum og þeim systkinunum. Þarna var manni ávallt
tekið eins og nánu skyldmenni, sem kæmi allt of sjaldan.
Síðar, þegar ég af tilviljun las bréf frá Kristjönu Gunnarsdóttur langömmu
Jakobs ritað 24. ágúst 1912 til dótturdótturinnar, frú Þórunnar móður Jakobs,
fannst mér sýslumannsheimilið á Húsavík væri mótað eftir hugarheimi lang-
ömmunnar. Bréfið finnst mér perla. Það hljóðar svo:
„Elsku Tóta mín.
Nokkrar línur frá ömmu verður þú að fá svo þú sjáir, að ég hefi ekki gleymt
þér. Það er ekkert nema kær kveðia, sem þú færð frá mér og bestu blessun-
aróskar til hinnar heilögu hjónabandsstéttar og öllu, sem þar fylgir.
Ég veit, að þú reynir að rækja allar þínar skyldur sem best þú kannt, kæra
dóttur- dóttir, en ég er nú svo lundu farin að mig langar til að áminna og að-
vara börnin mín og barnabörnin, þegar þau eru að leggja út á lífsbrautina,
sem ég nú við enda hennar er farin að þekkja betur en byrjunina. Það vill oft
verða vandratað á lífsleiðinni. Ekkert er jafn gott og ómissandi til fylgdar sem
trúin, vonin og kærleikurinn. Trúin gefur styrkleika, vonin úthald og kærleik-
urinn mildi og umburðarlyndi, eða réttara sagt þetta allt til samans leiðbein-
ir huganum í rétta átt og lýsir og greiðir leiðina gegn um allar torfærur og
leiðir í góða trygga höfn.
Elsku Þórunn mín. Ég veit þú gjörir heimili þitt blítt og bjart og lætur sem
mest gott af þér leiða. Ferð að öllu haganlega og gætir fengins fjár, sem ekki
er minna um vert en að afla þess, ert brjóstgóð við þá sem bágt eiga. Þú
heilsar frá mér manninum, sem þú veist að er mitt uppáhald.
Verið þið í guðs friði óskar — amma Kristjana."
179