Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Page 10
Og sannarlega gerði frú Þórunn bernskuheimil barna sinna „blítt og bjart“.
Hún andaðist fyrir aldur fram aðeins 51 árs gömul, harmdauði öllum sem hana
þekktu.
Eftir að ég kom hingað til Reykjavíkur 1943 sáumst við Jakob mjög oft.
Við áttum sameiginleg áhugamál, þar sem voru laxveiðar, laxarækt, Ijóðagerð
og bókmenntir af ýmsu tagi. Við hittumst oft snemma morguns á Hótel Borg
og fengum okkur molakaffi, mjög oft ásamt Geir Zoéga heitnum, er þá rak
ferðaskrifstofu. Þessir morgnar voru ákaflega skemmtilegir og liðu allt of
fljótt. Rætt var um það, sem efst var á baugi hverju sinni í stjórnmálum heima
og erlendis, sögur sagðar og jafnvel látið fjúka í kviðlingum. Þótt þessar
veislur hæfust kl. 8:00 eða fyrr, var Jakob oft búinn að vinna í tvær til þrjár
klukkustundir og afkasta góðu dagsverki.
I einkalífi sínu átti Jakob Hafstein miklu láni að fagna. Hann kvæntist 5.
apríl 1944 Birnu Ágústsdóttur, góðri og glæsilegri konu, sem bjó manni sín-
um svo fagurt og listrænt heimil að sérstök sæmd var að. Börn þeirra hjóna
eru: Jakob Valdimar, fiskeldisfræðingur kvæntur Hólmfríði Gísladóttur, Jó-
hannes Júlíus, stórkaupmaður kvæntur Ernu Hauksdóttur og Áslaug Birna,
gift Ingimundi Konráðssyni, framkvæmdastjóra.
Með Jakobi Hafstein er fallinn í valinn einn fjölhæfasti listamaður samtíðar
sinnar, maður, sem enginn er hann þekkti gleymir. Við Þuriður færum Birnu,
börnum þeirra hjóna og tengdabörnum innilegustu samúðarkveðjur.
Barði Friðriksson.
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON
Kristján Guðlaugsson fæddist 9. september
1906 á Dagverðarnesi í Dalasýslu. Foreldrar
hans voru séra Guðlaugur Guðmundsson, prest-
ur á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Margrét
Jónsdóttir, prests á Staðarhrauni. Kristján var
yngstur tólf systkina. Fluttist hann í æsku með
foreldrum sínum til Reykjavíkur. Fór hann í
Menntaskólann og á þeim árum orti hann og
gaf út Ijóðabók. Hann nam lögfræði við Háskóla
[slands og lauk þar prófi árið 1932. Að því loknu
starfaði hann um skeið hjá Shell hf., sem var
forveri Olíufélagsins Skeljungs, en opnaði eigin
lögfræðiskrifstofu 1938.
í lögmannsstarfi sínu hafði Kristján mikil af-
skipti af stofnun fyrirtækja og varð hluthafi í
ýmsum hlutafélögum og öðlaðist jafnframt lög-
vísi mikla viðskiptareynslu. — Kristján hafði snemma afskipti af stjórnmálum,
var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, síðar var hann í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins og var jafnframt í framboði fyrir þann flokk.
Kristján var einarður og stefnufastur og ekki hallur að dyntum og duttlung-
um pólitískra afla. Kristján hafði oft á orði að halda sínu striki og það gerði
180