Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Síða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Síða 13
hyllingareiðum þeirra til handa Eiríki konungi og leggja fyrir þá hina nýju lögbók. Til að reka erindi þessi voru valdir Jón Einarsson og Loðinn leppur. Um Jón er fátt vitað. Hann hafði tvívegis verið lögsögumaður, 1267 og 1269-70, og lögmaður var hann 1277. Hann kemur nokkuð við sögu staðamála; styður leikmenn gegn Árna biskupi en leitast annars við að miðla málum og koma á sáttum. Hann lézt 1306.2 Loðinn leppur var einn helzti trúnaðarmaður Noregskonungs og átti sæti í ráði hans. Hann hafði farið víða í sendifarir fyrir konung, m.a. til Spánar, Túnis og Egyptalands. Hann lézt veturinn 1288-89.3 Helzta heimildin um lögfestingu Jónsbókar er Árna saga biskups sem talin er rituð laust eftir aldamótin 1300. Greinir hún ýtarlega frá atburðum en þó ekki alltaf jafnskilmerkilega og æskilegt væri.4 Verður því víða að geta í eyður. II. Haustið 1280 og vorið 1281 tóku þeir sendimenn hyllingareiða af landsmönnum og jafnframt var lögbókin skoðuð. Dró svo að þingi. Um viðbrögðin segir í Árna sögu biskups að menn hafi fundið bókinni það til foráttu, að óbótamál væru of mörg, að sum ákvæði hentuðu ekki landsháttum hér og að Árni biskup hafi talið sitthvað í henni andstætt kirkjulögum. Sigurður Líndal lauk lagaprófi frá H.í. 1959. Hann hafði tveimur árum áður tekið B.A. próf í latínu og sögu, og cand. mag. prófi í sagn- fræði lauk hann 1968. Sigurður var fulltrúi borg- ardómara í rúmlega 214 ár 1959-1964, en stund- aði þess á milli framhaldsnám í Danmörku og Þýskalandi. Hann var hæstaréttarritari 1964-72 og hefur verið prófessor við lagadeild síðan 1972. Aðalkennslugreinar hans eru réttarsaga og almenn lögfræði. Ennfremur hefur hann kennt vinnumarkaðsrétt og í viðskiptadeild stjórnarfarsrétt. Hann var dómari í Félagsdómi 1974-78. Sigurður hefur verið forseti Hins ís- lenska bókmenntafélags síðan 1967 og er rit- stjóri Sögu íslands, sem félagið gefur út að frumkvæði Þjóðhátiðarnefndar 1974. — Grein sú, sem hér birtist, er samin eftir fyrirlestri á hátíðafundi Lögfræðingafélags- ins í Norræna húsinu 21. nóvember 1981, en hann var haldinn til að minnast þess, að 700 ár voru liðin frá lögtöku Jónsbókar. 183

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.