Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Side 14
Var þá það ráðs tekið að lögtaka bókina ekki alla og virðist einhugur hafa verið um það. En leiðir skildust þegar kom að athugasemdum. Fyrirmenn þingsins skiptust í þrjá hópa áþekka lögstéttum miðalda, sem þá voru teknar að setja mark sitt á þjóðfélög í Evrópu. Biskup, klerkar og vinir biskups skipuðu einn hópinn, handgengir menn — „aðallinn“ — annan og bændur hinn þriðja. Bæir voru ekki til á Islandi, svo að bæjarmenn voru engir. Lét síðan hver stétt uppi athugagreinir sínar í Lögréttu og urðu snörp orðaskipti, einkum milli Loðins og Árna biskups sem síðar verður vikið nánar að. Afstaða Árna biskups mótaðist mjög af þeim umskiptum, sem orðið höfðu í sambúð konugsvalds og kirkju við fráfall Magnúsar lagabætis.5 Konungur hafði verið kirkjunni hliðhollur og eflt hana að fríðindum með sættargerðunum í Björgvin 1273° og Túnsbergi 1277,7 mjög á mót vilja leikmannahöfðingja. En að konungi önduðum var ljóst, að ráðgjafar konungs, sem fóru með ríkisstjórn, höfðu fullan hug á að rétta hlut leikmannahöfðingja. Hófu þeir þegar að semja réttarbót þar sem kirkjan var svipt flestum fríðindum sínum.8 Nú stóð til að krýna Eirík Magnússon, og áskildi Jón rauði erki- biskup kirkjunni óskert öll réttindi áður en hann léði atbeina sinn til krýningarinnar. Hétu ríkisstjórarnir að virða þau. En réttarbót þeirra var þó samin og samþykkt eins og engu hefði verið heitið. Meðan þessu fór fram þinguðu biskupar og samþykktu skipan þar sem þeir ítrekuðu réttindakröfur kirkjunnar. Þessi átök milli kirkju og leikmannavalds ollu því að Árni biskup snerist til eindreginnar andstöðu við konungsvaldið og varð helzti mót- stöðumaður Jónsbókar. 1 umræðunum á Alþingi studdi Árni biskup mál sitt með því að vitna í bréf Jóns erkibiskups „er bannaði að lögleiða marga hluti þá sem í bókinni stóðu“, í biskupabréfið það sem „gjört hafði verið á næsta þingi í Björgvin“ og er þar átt við skipan biskupaþingsins 1280, í „sáttargjörðir þeirra Magnúsar kóngs og erkibiskups“, eða nánar til- tekið sættargerðirnar í Björgvin og Túnsbergi, og loks í alþingissam- þykktina frá 1253 sem kvað svo á að þar sem á greindi landslög og guðslög skyldu guðslög ráða. Glögg vitneskja liggur því fyrir um stefnu biskups. Biskupabréfið 1280 er í veigamestu atriðum árétting sættargerð- anna í Björgvin og Túnsbergi. Megináherzlan liggur á frelsi kirkjunnar án allrar takmörkunar svo að hún megi rækja köllun sína íhlutunarlaust af hendi leikmanna; kirkjunnar mönnum beri óskorað vald til að setja 184

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.