Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Qupperneq 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Qupperneq 24
gjörðar verða á Alþingi og oss sýnist ekki í móti Noregs og Islands lögum“.24 Við siðbreytiriguna taka hins vegar nýjar hugmyndir að ryðja sér til rúms — um hin alvalda konung. Átti Guðbrandur biskup Þorláksson þar einna drýgstan hlut að máli. En hinar fornu hugmyndir féllu þó ekki í gleymsku. 1 Alþingissamþykkt frá 1588 er þeim lýst svo, og verður það vart betur gert í stuttu máli: Anno 1588 var samþykkt af allri lögréttunni, ásamt báðum lög- mönnum, Þórði og Jóni, að vér allir landsins innbyggjarar skulu halda oss og dæma eftir gömlum íslenzkum lögum og kong maie- stets ordinanziu eður þeim bréfum vors náðugasta herra kongs, sem oss eru send til réttarbóta og friðar, og landið hefir sam- þykkt og meðtekið.25 Við einveldishyllingu 1662 höfðu oddvitar íslendinga á ýmsa fyrir- vara um forn réttindi, en þrátt fyrir það, tóku hinar nýju hugmyndir smám saman að móta stjórnarhætti. TILVITNANIR. 1. Ólafur Lárusson: Þróun íslenzks réttar eftir 1262. Úlfljótur 8. 4 (1955), 3-17. Endurpr. í Lög og saga (1958), 199-222. 2. Um Jón Einarsson, sjá Safn til sögu Islands og íslenzkra bókmennta II, 34. 3. Knut Helle: Konge og gode menn (1972), 592. 4. Árna saga biskups. Þorleifur Hauksson bjó til prentunar (1972), 71 o. áfr. 5. Magnús Stefánsson: Frá goðakirkju til biskupskirkju. Saga íslands III (1978), 174 o. áfr. 6. fsl. fornbrs. II, 100 o. áfr. 7. ísl. fornbrs. II, 139 o. áfr. 8. Norges gamle love III, 3 o. áfr. 9. Athugasemdir Árna biskups og bænda eru hér ekki tæmandi taldar. í Árna sögu biskups er frásögn víða mjög óljós og það færi langt út fyrir mörk þessarar rit- smíðar að fjalla um öll vafamál svo að viðhlítandi væri. Þau atriði sem virðast nokkurn veginn ljós má þó telja nægilega mörg til þess að renna stoðum undir helztu niðurstöður. 10. Ólafur Lárusson: Alþingi árið 1281. Skírnir 104 (1930), 135-58. Endurpr. í Lög og saga (1958), 223-48. 11. Þetta ákvæði var bændum lengi þymir í augum. Þorvaldur Thoroddsen tekur sömu afstöðu þegar hann segir: „Þessar fyrirskipanir eru í sjálfu sér sprottnar af góðu og kristilegu hugarfari, en í framkvæmdinni urðu þær skálkaskjól fyrir flækinga og letingja sem vildu lifa á sveita annarra og ekkert ærlegt verk vildu vinna". Lýsing íslands IV. (1922), 292 o. áfr. 194

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.