Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Page 27
vistaður á hæli eða sjúkrahúsi, að undangenginni sjálfræðissviptingu, ef hann er orðinn 16 ára og fellst ekki sjálfur á slíka vistun, sbr. 31. gr. 1. nr. 95/1947. Um lögmæti allra slíkra aðgerða dæma dómstólar, sjá 60. gr. stjskr. Lögreglustjóri getur svipt mann ökuskírteini, ef það vitnast, að hann fullnægi ekki settum skilyrðum, m.a. um andlega heil- brigði, sbr. 2. og 7. mgr. 27. gr. 1. nr. 40/1968. Sá kostur er einnig fyrir hendi, að ákæruvaldið setji skilyrði fyrir niðurfellingu saksóknar, t.d. um vistun á sjúkrahúsi. Er þá komið að úrræðum 62. gr., sbr. 63. gr. hgl., sem lýst verður nánar hér á eftir. II. GILDISSVIÐ 62. OG 63. GR. HGL. 1. Úrræðum 62. gr., sbr. 63. gr. hgh, verður einungis beitt gagnvart þeim, sem sýknaðir eni af refsikröfu vegna sakhæfisskorts skv. 15. gr. hgl., svo og þeim, sem talið er árangurslaust að refsa skv. 16. gr. hgl. Útilokað er að dæma jafnframt refsiviðurlög. Samtvinnun refsingar og úrræða skv. 62. gr. hgl. getur því aðeins komið til álita, að um fleiri brot en eitt sé að ræða (concursus realis) og sakhæfi skorti ekki frá upphafi til loka brotastarfseminnar. Engin ákvæði eru í íslenzkum lö'g- um um tilvik af þessu tagi, sbr. hins vegar 5. mgr. 88. gr. dönsku hgl. Sé hinn brotlegi sakhæfur við dómsuppkvaðningu, er eðlilegast að dæma hann til refsingar fyrir þau brot, sem hann framdi í sakhæfu ástandi, og láta þar við sitja. Sé ákærði hins vegar ósakhæfur (eða ómóttækilegur fyrir refsingu) við uppkvaðningu dóms, er heppileg- ast að notast einvörðungu við úrræði 62. gr., en fella refsingu niður, að því leyti sem til hennar er unnið. Slíka refsibrottfallsheimild skortir í íslenzku lögin. í 63. gr. er aftur á móti gert ráð fyrir því, að ákveða megi í dómi, annaðhvort að ráðstöfunum 62. gr. skuli beitt í stað refs- ingar eða þangað til unnt þykir að framkvæma refsingu. Ef refsing er ekki felld niður, kemur hún í kjölfarið á ráðstöfunum 62. gr., en ella þegar dómþoli verður sakhæfur eða unnt þykir að framkvæma refs- ingu, sbr. þó 83. gr. og 83. gr. a. hgl., sbr. 1. nr. 20/1981. 2. Ákvæði 62. gr. ligl. er við það miðað, að geðtruflanir eða aðrir andlegir annmarkar séu fyrir hendi á þeirri stundu, þegar brot (frum- verknaður) er framið. Sé þetta ástand síðar til komið, á 62. gr. ekki við. En 63. gr. tekur við, þar sem 62. gr. sleppir. Vei'ði svo ástatt um mann til langframa, sem í 15. eða 16. gr. hgl. segir, eftir að hann hefur drýgt refsiverðan verknað, en áður en fullnaðardómur gengur í máli hans, er heimilt að beita úrræðum 62. gr., enda þyki skilyrðum þeiiTar grein- 197

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.