Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Side 33
Fra
Lögmaimafélagi
íslands
AÐALFUNDUR 1S82
Aðalfundur L.M.F.Í., var haldinn föstudaginn 2. apríl 1982 að Hótel Sögu í
Reykjavík.
í upphafi fundar minntist formaður félagsins, Helgi V. Jónsson hrl., látinna
félagsmanna, þeirra Þórólfs Ólafssonar hrl., Þorsteins Sveinssonar hdl., Ár-
manns Jónssonar hrl. og Jóns Grétars Sigurðssonar hdl. Risu fundarmenn
úr sætum til að votta hinum látnu virðingu sína.
Fundarstjóri var kosinn Ragnar Aðalsteinsson hrl. og fundarritari Pétur Guð-
mundarson hdl.
í ársskýrslu stjórnar kom m.a. fram eftirfarandi:
Á starfsárinu voru haldnir 5 almennir félagsfundir. Á fyrsta fundinum hinn
24. apríl hélt Dr. Gaukur Jörundsson prófessor erindi um Mannréttindasátt-
mála Evrópu. Á öðrum fundi félagsins hinn 19. nóvember var fjallað um til-
lögu stjórnar um kaup félagsins á fasteigninni Álftamýri 9 og önnur félags-
mál. Á þriðja fundinum 18. desember flutti Þór Vilhjálmsson hæstaréttardóm-
ari erindi um lögréttufrumvarpið og störf réttarfarsnefndar. Fjórði fundur fé-
lagsins var haldinn 29. janúar og flutti prófessor Stefán Már Stefánsson erindi
um ákvæði hlutafélagalaga um stjórnir hlutafélaga. Síðasti félagsfundur starfs-
ársins var haldinn 11. mars og var þar fjallað um gjaldskrármál.
Félagið var á starfsárinu þátttakandi í tveimur námsstefnum með öðrum að-
ilum. Fyrri námsstefnan var haldin á vegum LMFÍ og Dómarafélags íslands
að Hótel Valhöll á Þingvöllum. Þar var fjallað um þrjú efni: Samskipti rann-
sóknarlögreglu og lögmanna, skipun réttargæslumanna og verjenda og sam-
skipti dómara við sækjanda og verjanda. Framsögu um þennan dagskrárlið
höfðu Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri og Páll A. Pálsson
hrl. Þá var rætt um aðstöðu lögmanna við dómaraembættin, úthlutun mála,
málatilbúnað. samskipti dómara og lögmanna um meðferð einstaks máls.
Framsögumenn um þennan lið voru Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari og
Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. Þá var loks fjallað um málskostnað (gjaf-
vörn), málsvarnarlaun og réttargæsluþóknun. Framsögu hafði Ragnar Aðal-
steinsson hrl. Síðari námstefnan var haldin dagana 28. og 29. október á veg-
um LMFÍ, Dómarafélags íslands og Lögfræðingafélags Islands á Hótel Loft-
leiðum. Umræðuefnið var þær breytingar á meðferð einkamála í héraði, er
taka skyldu gildi 1. janúar 1982.
203