Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Page 37
Fundastarfsemi félagsins og önnur almenn starfsemi, þ.m.t. útgáfustarfsemi, mun hefjast á næstunni. Félagið mun starfa sem deild í „Alþjóðlegu sjórétta- nefndinni" (CMI), sem hefur höfuðstöðvar sínar í Antwerpen. Páll Sigurðsson. FÉLAG ÁHUGAMANNA UM RÉTTARSÖGU Þann 7. október 1982 var gengið frá stofnun „Félags áhugamanna um rétt- arsögu“ og er hlutverk þess að efla réttarsögu (íslenska og almenna) sem fræðigrein. Tilgangi sínum hyggst félagið m.a. ná með því: 1) Að örva og styrkja rannsóknir í réttarsögu, t.d. með því að knýja á um fjárveitingar í því augnamiði, með því að auðvelda útgáfu íslenskra fræði- rita í réttarsögu og með því að stuðla að auknum bókakaupum íslenskra rannsóknabókasafna um réttarsöguleg málefni. 2) Að efla réttarsögukennslu við Háskóla íslands eða utan hans. 3) Að kynna fræðigreinina og niðurstöður nýrra rannsókna fyrir félagsmönn- um og öðrum, m.a. með erindaflutningi og fræðslufundum. 4) Að annast eða hlutast til um útgáfustarfsemi á þessu sviði, eftir því sem föng eru á, fyrst og fremst í samvinnu við rannsóknastofnanir eða bóka- útgefendur. 5) Að efla kynni og samstarf við erlenda réttarsögufræðinga, tengsl við er- lendar rannsóknastofnanir á þessu sviði og stuðla að þátttöku íslendinga á ráðstefnum réttarsögufræðinga. Allir íslenskir áhugamenn um réttarsögu eiga rétt á a3 vera félagsmenn. Fyrstu stjórn félagsins skipa: Dr. Páll Sigurðsson, dósent (formaður); Dav- íð Þór Björgvinsson, sagnfræðingur; Gunnar F. Guðmundsson, sagnfræðing- ur; Dr. Ingi Sigurðsson, lektor, og Steingrímur Gautur Kristjánsson, borgar- dómari. í varastjórn eru séra Bjarni Sigurðsson, lektor, og dr. Björn Sigfússon, fyrrverandi háskólabókavörður. Páll Sigurðsson. FRÁ ALÞINGI 1981-1982 Alþingi, 104. löggjafarþing, var sett 10. október 1981. Það stóð til 19. des- ember og síðan frá 20. janúar til 7. maí 1982, alls í 179 daga. Þingfundir voru 273. Samþykkt voru 84 lög og 35 þingsályktanir. Ræddar voru 94 fyrirspurnir og 12 skýrslur. Prentuð þingskjöl voru 957. Hér á eftir verður getið nokkurra laga, sem samþykkt voru á þessu þingi, og að auki nokkurra þingsályktana. Lögum nr. 52/1959 um kosningar til Alþingis var breytt tvívegis, sbr. lög nr. 90/1981 og 15/1982. Ákveðið var m.a., að námsmenn búsetta á Norður- löndum skuli taka á kjörskrá. Þá skal hinn almenni kjördagur vera síðasti laug- ardagur í júní, en var áður síðasti sunnudagur í þeim mánuði. í lögum nr. 9/1982 um breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 58/1961 segir m.a., að kosið skuli síðasta laugardag í maí í kaupstöðum og kauptúnahrepp- 207

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.