Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Síða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Síða 43
Björn Þ. Guðmundsson: Ritstörf: Sautjánda námsstefna um bandaríska löggjöf og alþjóðarétt. TL 31 (1981), bls. 45-47. — Nokkur orð um drög að frumvarpi til laga um lögfræði- aðstoð hérlendis. TL 31 (1981), bls. 104-108. Rannsóknir: Hefur undanfarin ár unnið að athugun á ýmsum þáttum í al- mennum stjórnarfarsrétti með nýtt kennsluefni í huga að samningu „dóma- skrár“ í stjórnarfarsrétti, að endurskoðun og úrbótum við bókina „Lögbókin þín“. Fyrirlestrar: Hvernig gæti lagasafn framtíðarinnar litið út? Fluttur á fundi í Lögfræðingafélagi islands 25. febrúar 1982. Guðrún Erlendsdóttir: Ritstörf: Fjármál hjóna og sambúðarfólks. TL 31 (1981), bls. 118-143. Rannsóknir: Hefur unnið að rannsóknum er lúta að réttarreglum um óvígða sambúð og stöðu barna. Fyrirlestrar: Ægtefællers og fast samboendes formueforhold. Framsögu- erindi flutt á 29. norræna lögfræðingaþinginu í Stokkhólmi 19. ágúst 1981. — Óvígð sambúð. Fluttur á fundi í Lögfræðingafélagi íslands 19. nóvember 1981. Jónatan Þórmundsson: Ritstörf: Viðurlög við afbrotum, 1. hluti. Reykjavík 1982 (64 bls.). — Stephan Hurwitz: Den danske Kriminalret, alm. del. (Ljósrituð útgáfa af nokkrum kö’fl- um úr ritinu með leiðréttingum, viðbótum og úrfellingum til samræmis við íslenzkan rétt). Reykjavík 1981 (270 bls. á 135 Ijósr. blöðum). Rannsóknir: Um skattskyldu einstaklinga. Ritgerð í TL 1. hefti 1982. — Fyr- irlestrar í Skattarétti, fyrra hefti. Fjölritað 1982. — Viðurlög við afbrotum, 2. hluti. — Opinbert réttarfar. Unnið að þriðja hluta ritsins. — Álitsgerð fyrir Jón Baldur Sigurðsson o.fl. vegna ágreinings um vegaframkvæmdir í Garða- kaupstað. — Álitsgerð fyrir dómsmálaráðuneytið varðandi framsalsmál milli íslands og Bandaríkjanna. Fyrirlestrar: Dauðinn. Fluttur á fræðslufundi læknanema 5. desember 1981. Sigurður Líndal: Ritstörf: Helztu lagaverk Skarðsbókar, Jónsbók — Hirðskrá — Kristinréttur yngri. Skarðsbók — Codex Scardensis AM 350 fol. íslenzk miðaldahandrit (Manuscripta Islandica medii aevi) I. Reykjavík 1981, bls. 26-35. — The Law Codes of Skarðsbók (ensk þýðing eftir Mike Marlies). Sama rit, bls. 52-63. — ísland og aðdragandi heimsstyrjaldar 1939-45. Skírnir. (1981), bls. 171- 203. — Landið, þjóðin og lögin. (Ritdómur um bók Hákonar Guðmundssonar: Starfið er margt, Reykjavík 1981). Dagblaðið og Vísir (72. og 8.) 8. janúar 1982. Rannsóknir: Sinnt var sömu viðfangsefnum og getur í síðustu skýrslu. Einnig fengist við athuganir á Jónsbók, einkum lögfestingu hennar 1281. 213

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.