Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 4
um árangur. Einstaklingsframtöl eru yfirleitt nauðaeinföld og taka lítinn tíma hjá skattstofunum, en atvinnurekstrarframtölin eru tímafrek og þarfnast ræki- legrar athugunar af hálfu starfsmanna með nægilega menntun og þjálfun í starfi. Auk þess háttar svo til, að frádráttarliðir þeir, sem niður eru felldir, eru flestir einfaldir og meðfærilegir við skatteftirlit og munu því ekki spara skatt- yfirvöldum mikla vinnu. Lagabreytingar þessar verða því tæpast til þess einar sér að stuðla að virkari baráttu gegn refsiverðum skattundandrætti (hér á eftir nefndur skattsvik). Það er verulegt áhyggjuefni, hversu umhugað stjórnvöldum og Alþingi er um hreinar tæknilegar hliðar skattalaganna, en vanrækja að sama skapi ýmis grundvallaratriði eins og réttaröryggi skattþegnanna. Mikið skortir á, að ís- lenskir lögfræðingar láti skattamál til sín taka í sama mæli og lögfræðingar í öðrum löndum. Aukinn áhugi lögfræðinga á skattarétti og virkari atbeini þeirra að löggjafarstarfi gæti breytt áhersluþáttunum á þessu sviði. Réttaröryggi í skattamálum tekur til margvíslegra þátta, eitthvað mismun- andi eftir því, hvernig við skilgreinum hugtakið réttaröryggi. Ekki verður reynt að gefa neina almenna skilgreiningu á því hér, heldur einungis nefnd nokk- ur atriði, er ótvirætt varða skattalög og framkvæmd þeirra: Skattalög mega ekki fara f bága við ákvæði stjórnarskrár; skattaðilar eiga rétt á úrlausn dóm- stóla um skattágreining og að geta sjálfir staðreynt rétt sinn samkvæmt nægilega skýrum lagaheimildum; viðunandi jafnræði þarf að ríkja með skatt- aðilum og skattyfirvöldum um meðferð ágreiningsmála; skattlagning og inn- heimta skatta verður að byggjast á jafnræði þegnanna í eins ríkum mæli og unnt er. Skattareglur mega ekki fara í bága við stjórnarskrá. Þetta sýnast sjálfsögð sannindi, en stundum vill þó verða misbrestur á. Það gerist venjulega þann- ig, að Alþingi framselur skattlagningarvald sitt til ráðherra eða óæðri stjórn- valda, þótt slíkt teljist óheimilt samkvæmt 40. gr. stjórnarskrárinnar. Skattlagn- ingarheimild sú, sem lögfest er á Alþingi, er þá opin fyrir stjórnvöld til útfyll- ingar, t.d. að ákveða skattstiga eða skatthlutfall, endurgreiða eða fella niður gjald(skyldu) að nokkru eða öllu leyti, eftir mati á ýmsum atriðum. Hæstirétt- ur hefur tekið af skarið gegn þessari framkvæmd í tveimur nýlegum dómum: H 1985:1544 (kjarnfóðurgjald) og H 1986:462 (þungaskattur í formi kílómetra- gjalds). í fyrra málinu þótti heimild stjórnvalda til endurgreiðslu gjalds brjóta í bága við 40. gr. stjórnarskrár að þvi er til óæðra stjórnvalds tók, en slíkt framsal til ráðherra þótti hins vegar fá staðist með stoð í réttarvenju. Fyrir skattþegna hefur sú framkvæmd vafalítið bæði kosti og galla, að skatt- ágreiningur og ætluð brot á skattaiögum skuli alla jafna koma til meðferðar og úrlausnar hjá stjórnvöldum, þótt menn eigi fyrr eða síðar rétt á dómstóla- meðferð. Öðru hverju eru lögfestar reglur, sem takmarka frelsi gjaldenda til að leita réttar síns hjá dómstólum, t.d. með því að áskilja undanfar- andi stjórnsýslumeðferð, sbr. 3. mgr. 4. gr. I. 73/1980. Hæstiréttur hefur af þessum sökum orðið að synja um efnisdóm, sbr. H 1975:683 og H 1976:232 (skattur af hlunnindum í eigu utansveitarmanna). í nýlegum dómi Hæstaréttar frá 18. apríl 1986 féil loks efnisdómur um hlunnindaskatt þennan. Gjaldendur voru þá sýknaðir, þar sem eigi þótti vera gild lagaheimild fyrir álagningu gjaldsins með tilvísun til grunnreglu 67. gr. stjórnarskrárinnar um jafnræði skattaðila, samhliða fyrri venju ( iöggjöf um hliðstæð efni. 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.