Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 37
frá slysatryggingu, einkum ef sjómaður lét ekki eftir sig aðstandend-
ur, sem voru taldir hafa verið á framfæri hans í merkingu skaðabóta-
réttar. Hér hefur verið lagt til grundvallar, að sjómaður hafi eigi sjálf-
ur verið talinn eiga sök á slysi sínu. Sakarskipting gat að sjálfsögðu
leitt til þess, að minni bætur fengjust eftir reglum skaðabótaréttar en
slysatryggingarreglum, enda þótt fyrrgreindar reglur hefðu leitt til
hærri bótafjárhæðar án sakarskiptingar. Ljóst er af þessu, að mikill
munur gat orðið á bótakröfu vegna sjóslyss eftir því, hvort tjónþoli
krafðist bóta eftir reglum um efndabætur eða valdi þann kost að reisa
kröfu á hlutlægri bótareglu siglingalaga. Munurinn gat bæði komið
til vegna mismunandi reglna um ákvörðun bótafjárhæðar (mat á tjóni)
og réttaráhrif sakar tj ónþola.
Með 5. tl. 175. gr. sigll. varð sú grundvallarbreyting, að hlutlæg bóta-
ábyrgð, sem hvílir á útgerðarmanni vegna slysa sjómanna, takmarkast
við slysatryggingarfjárhæðirnar í 2. mgr. 172. gr. Á tjónþoli því ekki
rétt á hærri bótum eftir hlutlægu bótareglunni en sem nemur lögmælt-
um vátryggingarbótum, enda þótt hann geti sýnt fram á, að tjón sé
meira eftir almennum reglum skaðabótaréttar um ákvörðun bótafjár-
hæðar. Slíkt tjón getur hann að sjálfsögðu fengið bætt, ef útgerðar-
maður er bótaskyldur eftir almennum skaðabótareglum.
Hitt er svo annað mál, að ef slys hefur hlotist af „vítaverðu“ gá-
leysi skipverja, getur það hugsanlega skipt máli, hvort tjónþoli reisir
kröfur á 1. mgr. 172. gr. eða reglum um efndabætur, því að siglinga-
lagaákvæðið gerir ráð fyrir lækkun (eða jafnvel niðurfellingu) skaða-
bóta á grundvelli eigin sakar tjónþola, en slysatryggingarreglur ekki,
sjá þó kafla 2.3 hér að framan.
Árið 1980 voru sett lög til þess að tryggja rétt sjómanna og að-
standenda þeirra, ef umsamdar slysatryggingarbætur fengust ekki
greiddar vegna vanrækslu útgerðarmanns um að halda slysatryggingu
í gildi. Með lögunum var felld á ríkissjóð ábyrgð á greiðslu umsaminna
slysatryggingarbóta, ef útgerðarmaður reyndist ekki fær um að greiða
þær, sbr. 3. málsl. 6. tl. 7. gr. laga nr. 63/1961 um lögskráningu sjó-
manna, sbr. lög nr. 71/1962 og lög nr. 24/1980. Regla sama efnis er nú
í 6. tl. 7. gr. laga nr. 43/1987 um lögskráningu sjómanna. Þessi vara-
ábyrgð ríkissjóðs er afar mikilvæg, þótt ekki sé líklegt, að oft reyni á
hana.
251