Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 20
5.1. 57. og 59. gr. laga nr. 3/1878 Þegar langlífari maki ábyrgist skuldir, á skiptaráðandi að sjá svo um, að honum sé gerð sem minnst tálmun í afnotum búsins, sbr. 57. gr. skiptalaga. Langlífari maki getur haldið umráðum yfir eignum búsins og ráðið yfir því á venjulegan hátt. Það er aðeins, ef sérstök ástæða er til að óttast, að eftirlifandi maki muni fara illa með eigur búsins, meðan á skiptum stendur, að skiptaráðandi getur svipt hann forráðum bús ogfengið þau í hendur sérstökum fjárhaldsmanni. Skipta- réttur fær ekki forráð eignanna, heldur fjái'haldsmaðurinn.22) Samkvæmt 1. mgr. 59. gr. skiptalaga byggjast skiptin á framtali eftirlifandi maka á eignum og skuldum búsins, ef erfingjar og fjár- haldsmenn taka það gilt og skiptaráðanda þykir ekki ástæða til að rengja það fyrir hönd ófjárráða eða fjarstaddra erfingja. Ekki þarf að selja fjármuni búsins, heldur láta virða þá samkvæmt 47. gr. Eins og lýst var að framan, getur langlífari maki haldið öllu búinu, þótt meira nemi en búshluta hans og arfi, enda greiði hann samerfingjum sínum í peningum það, sem umfram er, og einfaldar það mjög alla skiptameðferð. 5.2. Eignalaus bú Þegar ætla má, að eignir séu ekki meiri en svo, að hrökkvi fyrir út- fararkostnaði, má skiptaráðandi þá þegar selja það í hendur þess, sem kostar útförina, sbr. 10. gr. 1. mgr. skiptalaga. Þetta er ákaflega ein- föld regla skiptalega séð. Sá, sem fær búið útlagt í útfararkostnað, tekur ekki á sig ábyrgð á skuldum hins látna.23) Samkvæmt upplýs- ingum frá skiptarétti í Reykjavík var skiptum lokið á þennan hátt í 31,74% tilvika á árunum 1973-1983.24) 1 2. mgr. 10. gr. skiptalaga er kveðið á um einfalda skiptameðferð á mjög eignalitlum dánarbúum, sem hrökkva þó fyrir meiru en greiðslu útfararkostnaðar. Samkvæmt upplýsingum frá skiptarétti í Reykjavík er þessi leið nær aldrei farin, og er farið með þessi bú að hætti 1. mgr. 10. gr. Skiptaráðandi getur lokið skiptunum með því að láta eigurnar ganga upp í útfararkostnað, ef þær nema ekki meiru en honum svarar og ef ekki verður meira afgangs en þarf til greiðslu á kröfum skuldheimtu- manna, sem hafa forgangsrétt. Getur skiptaráðandi þá lagt þeim út 22) Sbr. Harbou, s. 206. 23) Sjá J0rgen N0rgaard, s. 318. 24) í Danmörku falla tæplega 25% af öllum dánarbúum undir þetta, sbr. Jprgen N0r- gaard, s. 318. 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.