Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 19
4.7. 105. gr. laga rtr. 20/1954 Ef maki vátryggingartaka er tilnefndur sem rétthafi, er það skv. 2. mgr. 105. gr. laga nr. 20/1954 sá maki, sem hann lifði í hjúskap með, er hann andaðist. Skilnaður hjóna er yfirleitt talinn fela í sér brostnar forsendur fyrir líftryggingunni. Sama er um slit á óvígðri sambúð. Aðalreglan er sú, að tilnefning á sambúðaraðila fellur niður við slit sambúðar.20) Eftirlifandi maka er veitt forréttindaaðstaða fram yfir börn hins látna samkvæmt 5. mgr. 105. gr., en þar er tekið fram, að hafi vátrygg- ingartaki tilnefnt „nánustu vandamenn" sína sem rétthafa, teljist maki hans vera rétthafi, en ef maki er ekki á lífi, þá börn hans. Makinn fær þá líftryggingarféð beint frá vátryggingarfélaginu, það rennur ekki í búið og kemur til viðbótar búshluta hans og arfshluta. 1 hrd. 1978:255 reyndi á skýringu orðanna „nánustu vandamenn“. M, sem farist hafði á sjó, bjó í óvígðri sambúð með K, sem hann hafði áður verið giftur. 1 tryggingarskilmálum slysatryggingar skipsins var svofellt ákvæði: „Dánarbætur: 1 milljón króna við dauða, er greiðast nánustu vandamönnum (erfingjum) hins látna“. K og dóttir M kröfð- ust báðar bótanna. Talið var, að orðin „nánustu vandamenn“ bæri að skýra með hliðsjón af ákvæðum 5. mgr. 105. gr. laga nr. 20/1954, og tæki það ákvæði ekki samkvæmt beinum orðum til K, þar sem hún var ekki í hjúskap með M, er hann fórst. Ekki var heldur talið, að unnt væri að beita ákvæði 5. mgr. 105. gr. um maka með lögjöfnun um sambúðarkonu.21) 5. SKIPTIN Eins og lýst hefur verið, er staða langlífari maka við skiptin mjög sterk. Opinber skipti á dánarbúum eru ekki algeng hér á landi. Sam- kvæmt upplýsingum frá skiptarétti í Reykjavík voru opinber skipti á árunum 1973-1983 í aðeins 4,02% tilvika við skipti á dánarbúum. Einkaskipti voru í 38,36% tilvika, leyfi til setu í óskiptu búi 25,83%, en eignalaus bú voru 31,74%. 20) Ingrid Lund-Andersen: UfR 1982 B, s. 51-52. 21) f Danmörku er talið, að unnt sé að fella sambúðaraðila undir „nánustu vandamenn", ef sérstaklega stendur á, en gerðar eru miklar kröfur, ef vátryggingartaki lætur eftir sig börn, sbr. UfR 1978, 979 (VLD). Sjá og Jdrgen N0rgaard, s. 256. 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.