Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 48
korsky-verksmiðjunum, þar sem endurrit þessara yfirheyrslna eru lögð fram, eins og í máli ríkisins gegn Sikorsky. Þótt ljóst megi vera, að íslenskar réttarfarsreglur komi þessu máli hreinlega ekki við, þarf í sjálfu sér ekki alfarið að hafna þeirri leið, sem B.Þ.G. telur eina rétta. Ef vitnamál hefði verið höfðað hér á landi, hefði augljóslega þurft að sýna dómstólum í Bandaríkjunum, hvemig yfirheyrslur fara fram, þar á meðal hvernig lögmönnum er leyft að spyrja vitni. Hugsanlegt er, að hinn bandaríski dómstóll hefði tekið endurrit slíkra yfirheyrslna gild, þótt fjarri fari, að það sé víst. Reynd- ar er það mat hinna bandarísku lögmanna íslenska ríkisins í þessu máli, að svo hefði ekki verið gert. Hvað sem því líður, þá verður það að teljast réttarfari viðkomandi lands heldur til hróss að taka ekki fyrir- varalaust við dómsendurritum frá öðrum ríkjum, án tillits til þess að hvaða marki þær víkja frá viðurkenndu réttarfari heimalandsins. 1 því felst að sjálfsögðu enginn áfellisdómur yfir íslensku réttarfari. Jafn- Ijóst er, að íslenskir dómstólar taka ekki fyrirvaralaust gildar skýrslur, sem teknar eru fyrir erlendum dómstólum. Það hlýtur að sama skapi að teljast hinu íslenska réttarfari til hróss. Það sem hér er fjallað um, er þó í raun aukaatriði í málinu. Hér hefur verið farin greiðasta og um leið fullkomlega lögmæt leið að markmiðinu. Það þarf góð rök til að fara einhverja aðra leið, meira eða minna torfæra eða jafnvel ófæra, svo sem B.Þ.G. heldur fram, að skyldi vera. í grein B.Þ.G. er talað um, að hinir bandarísku lögmenn hafi komið með „vitnastefnu“. Ekki veit ég, hvers vegna prófessorinn notar orðið stefna um tilkynningu hins bandaríska dómara til lögmanna málsaðila og samþykki hans fyrir skýrslutökunum. Rétt er af þessu gefna til- efni að árétta, að hér fór ekki fram vitnaleiðsla fyrir dómi, sambæri- leg við vitnaleiðslu skv. íslenskum réttarfarslögum. Ástæðulaust er að gefa slíkt í skyn. Um þetta mál er í raun ekki fleira að segja. Sú spurning hlýtur þó að standa eftir, hvers vegna upphlaup af þessu tagi geti gerst. Svörin virðast liggja nokkuð í augum uppi, eftir yfirlestur greinar B.Þ.G. Þj óðernistilfinningar taka völdin en annað víkur. Setningar eins og „Hefði þá fengist úr því skorið hvort jafnræði ríkti milli íslensks rétt- arfars og bandarísks" og „Utanstefnur ............. höfum við engar viljað hafa“ bera þess býsna glöggt vitni. Mörg fleiri dæmi slíkra skír- skotana til þjóðernistilfinninga er að finna í grein prófessorsins. Það metur hver fyrir sig, hvert gildi málatilbúnaður, byggður á slíkum forsendum, hefur. Um þá tilfinningu hlýtur hins vegar að gilda það 262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.