Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 35
varð. Regla c-liðar er einnig þrengri en hliðstætt ákvæði sigll. 1963 að því leyti, að lífeyrir til maka gengur ekki til erfingja hans, ef hann andast áður en lífeyristímabilinu lýkur. Fjórða og síðasta tegund dánarbóta skv. 172. gr. sigll. er lífeyrir til barna sjómanns. Bæturnar nema sömu fjárhæð og barnalífeyrir al- mannatrygginga og greiðast mánaðarlega, þar til barn nær 18 ára aldri. Eftir sigll. 1963 nutu börn lífeyris til 17 ára aldurs, en þó aldrei lengur en í 8 ár frá slysdegi og er því hér um mikla rýmkun bótaréttar að ræða. Lífeyrisreglur skv. c- og d-liðum 172. gr. fela í sér verðmæt réttindi til handa maka og börnum sjómanns, sem látist hefur af slysförum. Maki fær eftir framansögðu tvöfaldar lífeyrisbætur í 3 eða 6 ár, því að réttur hans úr slysatryggingu sigll. skerðir ekki að neinu leyti slysalífeyrisrétt eftir lögum um almannatryggmgar. Börn fá tvöfaldan lífeyri þangað til þau verða 18 ára, af því að fullur lífeyrir eftir sigll. bætist við barnalífeyri almannatrygginga. Auk lífeyrisgreiðslna koma svo eingreiðslur dánarbóta, sem áður var lýst. Dagpeningar fyrir tímabundna örorku skv. a-lið 2. tl. 2. mgr. 172. gr. og lífeyrisgreiðslur vegna dauða skv. c- og d-liðum 1. tl. 2. mgr. 172. gr. fylgja breytingum á bótafjárhæðum almannatrygginga. Hins vegar skulu fjárhæðir eingreiðslu bóta fyrir varanlega örorku (sbr. b-lið 2. tl. sömu málsgreinar) og dánarbóta (sbr. a- og b-liði 1. tl) breytast í samræmi við breytingar á næstlægsta launaflokki Dagsbrún- ar (efsta starfsaldursþrepi) og skal Hagstofa Islands birta tilkynning- ar um breytingar þessar eigi sjaldnar en á 3 mánaða fresti, sjá síðustu mgr. 172. gr. Þessi regla um breytingar á bótafjárhæðum eftir verðlags- þróun er nokkuð annars efnis en hliðstæð regla í sigll. 1963. Hér verður ekki rætt sérstaklega um rök með og móti þeim efnis- breytingum, sem gerðar voru með sigll. 1985 á rétti til slysatrygging- arbóta. Vitanlega má deila um, hvernig reglur um örorkubætur eigi að vera eða hvort ástæða hafi verið til að auka rétt sumra eftirlifenda á kostnað annarra. Hér skal þó nefnd ein breyting, sem telja má sér- staka ástæðu til að gagnrýna. Hún er sú, að foreldrar skuli ekki leng- ur geta átt rétt til dánarbóta eftir sjómann, sem hvorki lætur eftir sig maka né börn. E.t.v. hefði verið ástæða til að draga úr rétti þeim, sem foreldrar gátu átt eftir sigll. 1963, en brottfall réttar til vátrygg- ingarbóta orkar tvímælis. Þessi breyting hefur veruleg áhrif, vegna þess hve margir einhleypir sjómenn farast. 249
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.