Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 26
5. Regla um bótaábyrgð útgerðarmanns vegna vinnuslysa skip- verja, 1. mgr. 172. gr., sbr. 5. tl. 175. gr. 6. Reglur um ábyrgð farmflytjanda vegna skemmda á farmi o þ.h., 68.-73. gr., sbr. 118. gr. 7. Reglur um ábyrgð farmflytjanda vegna rangrar lýsingar vöru og annarra rangra upplýsinga í farmskírteini, 111. og 112. gr., sbr. 118. gr. 8. Reglur um ábyrgð farsala á farþegum og farangri, 137.-150. gr. Fleiri ákvæði um skaðabótaábyrgð eru í lögunum, einkum um van- efndir aðila farmsamnings. Siglingalög nr. 66/1963 fólu í sér ákvæði um öll ofangreind efni. Með siglingalögum 1985 voru ekki gerðar breyt- ingar, sem máli skipta, á reglum, sem getið er í 1. og 3.-4. lið hér að ofan. Hins vegar var reglunum í 2. og 5.-8. lið mikið breytt. I grein þeirri, sem hér fer á eftir, verður aðeins fjallað um bótaregluna, sem nefnd er í 5. lið og slysatryggingarákvæði, er tengjast henni. 1. HREIN HLUTLÆG ÁBYRGÐ EFTIR 1. MGR. 172. GR. Eftir 2. mgr. 205. gr. sigll. 1963, sbr. lög nr. 14/1968, lög nr. 58/1972, lög nr. 108/1972 og lög nr. 25/1977, hvíldi hrein hlutlæg bótaábyrgð (ábyrgð án sakar) á útgerðarmanni vegna tjóns af völdum slysa, sem skipverjar urðu fyrir við nánar tilteknar aðstæður. Reglum þessum var breytt með sigll. 1985. Verður nú gerð grein fyrir hinum nýju reglum, en þær eru í 172. gr., sbr. 5. tl. 175. gr. laganna. Hlutlæga ábyrgðin tekur eins og áður eingöngu til krafna vegna líf- eða líkamstjóns skipverja („þeirra sem ráðnir eru í skiprúm" hjá út- gerðarmanni).1 Hér á eftir verða þeir, sem hér um ræðir, ýmist nefnd- ir skipverjar eða sjómenn. Ábyrgðarreglan er einskorðuð við slys, sem ber að höndum, „er hlutaðeigandi var staddur á skipi eða vann í bein- um tengslum við rekstur skips“, sjá 1. mgr. 172. gr. Hin auðkenndu orð koma í stað orðanna „vann eða var á ferð í þess þágu“ í 1. mgr. 205. gr. sigll. 1963. Með breytingu þessari virðist gildissvið hlutlægu reglunnar þrengt, en breytingarinnar er að engu getið í greinargerð með frv. 1 Reglur 172. gr. taka ekki til annarra en þeirra, sem hér greinir. Útgerðarmaður ber því hvorki hlutlæga ábyrgð né er honum skylt samkvæmt sigll. að kaupa slysatryggingu vegna annarra manna, t.d. þeirra, sem ráðnir eru til starfa um borð í skipi af öðrum en útgerð- armanni eða umboðsmanni hans. Hins vegar getur slysatryggingarskylda hvílt á vinnu- veitanda slíkra manna eftir samningi. 240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.