Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 26
5. Regla um bótaábyrgð útgerðarmanns vegna vinnuslysa skip-
verja, 1. mgr. 172. gr., sbr. 5. tl. 175. gr.
6. Reglur um ábyrgð farmflytjanda vegna skemmda á farmi
o þ.h., 68.-73. gr., sbr. 118. gr.
7. Reglur um ábyrgð farmflytjanda vegna rangrar lýsingar vöru
og annarra rangra upplýsinga í farmskírteini, 111. og 112. gr.,
sbr. 118. gr.
8. Reglur um ábyrgð farsala á farþegum og farangri, 137.-150. gr.
Fleiri ákvæði um skaðabótaábyrgð eru í lögunum, einkum um van-
efndir aðila farmsamnings. Siglingalög nr. 66/1963 fólu í sér ákvæði
um öll ofangreind efni. Með siglingalögum 1985 voru ekki gerðar breyt-
ingar, sem máli skipta, á reglum, sem getið er í 1. og 3.-4. lið hér að
ofan. Hins vegar var reglunum í 2. og 5.-8. lið mikið breytt. I grein þeirri,
sem hér fer á eftir, verður aðeins fjallað um bótaregluna, sem nefnd
er í 5. lið og slysatryggingarákvæði, er tengjast henni.
1. HREIN HLUTLÆG ÁBYRGÐ EFTIR 1. MGR. 172. GR.
Eftir 2. mgr. 205. gr. sigll. 1963, sbr. lög nr. 14/1968, lög nr. 58/1972,
lög nr. 108/1972 og lög nr. 25/1977, hvíldi hrein hlutlæg bótaábyrgð
(ábyrgð án sakar) á útgerðarmanni vegna tjóns af völdum slysa, sem
skipverjar urðu fyrir við nánar tilteknar aðstæður. Reglum þessum
var breytt með sigll. 1985. Verður nú gerð grein fyrir hinum nýju
reglum, en þær eru í 172. gr., sbr. 5. tl. 175. gr. laganna.
Hlutlæga ábyrgðin tekur eins og áður eingöngu til krafna vegna líf-
eða líkamstjóns skipverja („þeirra sem ráðnir eru í skiprúm" hjá út-
gerðarmanni).1 Hér á eftir verða þeir, sem hér um ræðir, ýmist nefnd-
ir skipverjar eða sjómenn. Ábyrgðarreglan er einskorðuð við slys, sem
ber að höndum, „er hlutaðeigandi var staddur á skipi eða vann í bein-
um tengslum við rekstur skips“, sjá 1. mgr. 172. gr. Hin auðkenndu
orð koma í stað orðanna „vann eða var á ferð í þess þágu“ í 1. mgr.
205. gr. sigll. 1963. Með breytingu þessari virðist gildissvið hlutlægu
reglunnar þrengt, en breytingarinnar er að engu getið í greinargerð
með frv.
1 Reglur 172. gr. taka ekki til annarra en þeirra, sem hér greinir. Útgerðarmaður ber því
hvorki hlutlæga ábyrgð né er honum skylt samkvæmt sigll. að kaupa slysatryggingu vegna
annarra manna, t.d. þeirra, sem ráðnir eru til starfa um borð í skipi af öðrum en útgerð-
armanni eða umboðsmanni hans. Hins vegar getur slysatryggingarskylda hvílt á vinnu-
veitanda slíkra manna eftir samningi.
240