Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 45
en að versnandi fjárhagsstaða skuldara eftir að samningur var gerður, geti sem hægast fallið undir orðalag greinarinnar: „atvika sem síðar komu til.“ Að lokum vil ég svo varpa því fram, lesendum til umhugsun- ar, hvort réttmætt geti verið að nota hinar sömu röksemdir fyrir lög- leiðingu víðtækrar ógildingarheimildar hér á landi og notaðar voru fyrir lögleiðingu sambærilegra ákvæða meðal grannþjóða okkar á Norð- urlöndum. Aðstæður eru ekki, að mínu mati, sambærilegar á ýmsum mikilvægum sviðum fjármála- og efnahagslífs og hugsunarháttur og viðhorf fjölmargra Islendinga til sinna eigin fjármála og skuldbindinga í viðskiptum talsvert frábrugðinn því, sem almennt er á Norðurlönd- um. Því fer nefnilega víðs fjarri að hinn glaðbeitti „verðbólguhugsun- arháttur" — og það ábyrgðarleysi sem honum fylgir — hafi verið kveðinn niður hér uppi á skerinu. 259

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.