Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 51
aðilja og fæli í sér fullnaðarskilnað þeirra. Síðan sagði orðrétt: „Sam- kvæmt íslenskum lagaviðhorfum verður að leggja hinn breska úrskurð til grundvallar dómi í máli þessu“. II. Eins og áður segir, hefur spurningin um gildi erlendra dóma og úr- skurða lítt komið til kasta íslenskra dómstóla. Þann 9. maí 1985 var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í kærumálinu nr. 100/1985: John Anton Furrow gegn Jennie Furrow, Hrd. 1985.599.1 málinu var deiluefn- ið m.a. það, hvort bandarískur dómur, þar sem ógiltur var hjúskapur málsaðilja, yrði lagður til grundvallar við úrlausn ágreinings þeirra um búskipti í skiptarétti Reykjavíkur, eða hvort höfða þyrfti ógildingar- mál hér á landi til þess að fá úr því skorið, hvort málsaðiljar hefðu ver- ið í lögmætu hjónabandi. Dómur Hæstaréttar í máli þessu er að mínu áliti merkileg viðbót í safn þeirra fáu dóma, er varða túlkun íslenskra lagaskilareglna. Varð hann því fyrir valinu, er ritstjóri Tímarits lögfræðinga bað mig að reifa dóm, er ég teldi athyglisverðan. III. Atvik málsins voru þau, að M og K, sem voru bandarískir ríkisborg- arar, en búsett í Reykjavík, þegar mál þetta kom upp, gengu fyrir vígslumann í Alaska í Bandaríkjunum árið 1976 og voru lýst hjón. K óskaði síðar skilnaðar að borði og sæng og var skilnaðarmálið tekið fyrir hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík í október 1984. Kom þá strax fram, að M vefengdi gildi hjónabandsins, þar sem hann fullyrti, að K hefði árið 1974 gifst manninum A í Manilla á Filipseyjum og hefði því hjónabandi ekki lokið fyrr en með dómi bandarísks dóm- stóls á árinu 1982 eða sex árum eftir að K gekk í hjúskap með M. Vegna ágreinings M og K um skilnaðarkj ör var búskiptum þeirra vísað til skiptaréttar Reykjavíkur þann 19. nóvember 1984. Krafðist K þess, að búið yrði tekið til opinberra skipta sem félagsbú hjóna, en þeirri kröfu andmælti M, þar sem hann taldi, að til hjúskapar hefði ekki stofnast með þeim. Stuttu eftir að ágreiningi M og K var vísað til skiptaréttarins, eða þann 27. nóvember 1984, gerði M reka að því með málshöfðun að fá hjúskap sinn og K ógiltan fyrir áfrýjunardómi Alaskafylkis í Banda- ríkjunum, þar sem þau M og K höfðu verið lýst hjón. K tók ekki til varna í því máli og gekk útivistardómur 6. febrúar 1985. Varð niður- staða hans sú, að „hjúskapur" M og K væri ógildur frá öndverðu, þar 265

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.