Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 12
2.4. Brottfall erfðaréttar Lögerfðaréttur milli hjóna fellur niður við skilnað að borði og sæng, lögskilnað og við ógildingu hjúskapar, sbr. 26. gr. erfðalaga. Réttaráhrif samkvæmt 26. gr. miðast við útgáfu skilnaðarleyfis og við uppsögu skilnaðar- eða ógildingardóms. Réttaráhrif skilnaðar að borði og sæng falla niður, ef samvistir takast aftur með hjónunum, sbr. 33. gr. laga nr. 60/1972, en samkvæmt 34. gr. sömu laga á hvort hjóna um sig kröfu til lögskilnaðar, þégar eitt ár er liðið frá því að skilnaðarleyfi að borði og sæng var gefið út, enda hafi þau eigi verið samvistum þann tíma. Þótt skilnaðarleyfi sé ekki talið falla niður við það, að hjón geri eina eða fleiri tilraunir til að búa saman á þessu tímabili, þá er talið að hin gagnkvæmu erfðatengsl end- urvakni, þegar sambúð er tekin upp, en falli niður aftur við seinni sam- vistaslit.7) Samvistaslit hjóna, án skilnaðarleyfis, valda því ekki, að lögerfða- réttur þeirra á milli falli niður. Andist annað hjóna í ógildanlegum hjúskap, tekur langlífari maki ekki arf, ef það sannast í opinberu máli, að stofnun hjúskapar var refsiverð athöfn af hendi þess, er lengur lifir. Síðari maki tvíkvænings tekur þó ekki arf, ef fyrri maki er á lífi og arfgengur (26. gr. 2. mgr. 1. tl. el.). Langlífari maki tekur ekki heldur arf, ef hann krefst skipta eftir 27. gr. laga nr. 60/1972, sbr. 26. gr. 2. mgr. el. Samkvæmt 23. gr. 1. mgr. el. getur dómstóll ákveðið, að maki hafi fyrirgert erfðarétti sínum eftir maka sinn, ef skilyrðum greinarinnar er fullnægt. 26. gr. erfðalaga á ekki við um bréfarf, en almennt eru líkur taldar fyrir því, að skilnaður og ógilding hjúskapar feli í sér brostnar forsend- ur fyrir erfðaskrá milli hjóna. Sömu sjónarmið eiga við urn erfðaskrá milli sambúðarfólks. Við slit óvígðrar sambúðar eru líkur á því, að brostnar séu forsendur fyrir erfðaskránni. 3. ANDLAG MAKAERFÐA Fjárfélag milli hjóna fellur niður við lok hjúskapar, hvort heldur er vegna andláts, skilnaðar að borði og sæng, lögskilnaðar eða ógildingar, svo og við slit á fjárfélagi. Reglurnar um skipti eru mismunandi eftir 7) J0rgen N0rgaard: Arveret, s. 27. UfR 1969, 640 B: Erfðaréttur var talinn hafa raknað við, þótt aðilum hefði ekki enst tími til að efna samning sinn um að taka aftur upp sambúð. 226
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.