Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 31
Greiðsluskylda vátryggingafélags, sem selt hefur slysatryggingu, fer að sjálfsögðu eftir vátryggingarsamningnum. Um langt árabil hef- ur gildissvið slysatryggingar sjómanna verið markað þannig í vátrygg- ingarskilmálum, að vísað er til ákvæða siglingalaga. Gildissvið slysa- tryggingarinnar samkvæmt sigll. er þrengra en samkvæmt ýmsum kjarasamningum, sem áður giltu. Árið 1961 var t.d. samið um, að vá- tryggt skyldi gegn öllum slysum um borð eða í landi. Er ekki víst, að aðilar samninga um kjör sjómanna hafi ætlast til þess, að slysatrygg- ingunni væri markað þrengra gildissvið en áður. Dæmi eru til, að vá- tryggingafélög líti svo á, að skylt sé að greiða bætur fyrir slys, sem greinilega er utan við gildissvið slysatryggingar samkvæmt siglinga- lögum, enda þótt gildandi kjarasamningur vísi einungis til laganna. Slíkar greiðslur hafa stundum verið inntar af hendi á þeirri (vafa- sömu) forsendu, að aðilar kjarasamnings hafi eigi ætlað að þrengja gildissvið umsaminnar slysatryggingar, enda þótt svo hafi tekist til við samningsgerð, að eldri ákvæði kj arasamninga um víðara gildissvið voru hvorki endurtekin berum orðum né til þeirra vísað. Gildissvið slysatryggingar eftir sigll. er ekki hið sama og gildissvið slysatryggingar eftir IV. kafla laga um almannatryggingar nr. 67/ 1971. Það er ekki heldur sambærilegt gildissviði slysatrygginga sam- kvæmt kjarasamningum, sem gilda fyrir launþega í landi. Með 172. gr. sigll. er sjómönnum tryggð slysatrygging með nánar tilteknum vátryggingarfjárhæðum gegn slysum, sem verða á ákveðnu athafnasviði. Semja má um hærri fjárhæðir eða víðara gildissvið, en samningar um minni vátryggingarvernd en lögin mæla fyrir um eru ógildir. Vitanlega er nauðsynlegt, að þess sé getið svo að ótvírætt sé í kjarasamningi, ef aðilar vilja, að umsamin slysatrygging sé víðtækari en vátryggingin, sem lögskylt er að kaupa. Æskilegt er, að í kjara- samningum sjómanna væru fyllri ákvæði um slysatrygginguna en nú eru. I kjarasamningum eru t.d. yfirleitt ekki reglur um áhrif greiðslu slysatryggingarfjár á rétt til skaðabóta frá útgerðarmanni. Öll íslensk vátryggingafélög, sem selja slysatryggingu sjómanna samkvæmt kjarasamningum, hafa lengi notað sömu vátryggingarskil- mála fyrir hana. Þeir voru á sínum tíma samþykktir af aðilum kjara- samninganna, en ekkert er að þeim vikið í gildandi kjarasamningum eða siglingalögum. Skilmálar þessir fela í sér nokkru víðtækari vátrygg- ingarvernd en staðlaðir skilmálar, sem gilda um atvinnuslysatryggingu launþega í landi. Verður efni vátryggingarskilmálanna ekki rakið hér. 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.