Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 27
Þessi orð 1. mgr. 172. gr. marka gildissvið hlutlægu ábyrgðarinnar
og slysatryggingar sjómanna (sbr. 2. kafla hér á eftir). Þess vegna er
einkennilegt, að orðalági skuli vera breytt athugasemdalaust. Ýmissa
annarra mikilvægra efnisbreytinga frá eldri sigll. er ekki getið í grg. Er
því ekki varlegt að skýra þögn greinargerðar svo, að breytt orðalag
hér feli ekki í sér breytingu á efni. (Ummæli formanns nefndar þeirr-
ar, er frv. samdi, varpa ekki skýrara ljósi á þetta álitamál, sbr. Páll
Sigurðsson, bls. 18-19.)
Ljóst er, að hlutlæga reglan tekur nú sem fyrr til allra slysa, sem
skipverji verður fyrir um borð í skipi, enda þótt slysið verði ekki talið
vinnuslys í venjulegri merkingu þess orðs. Hitt er ekki jafn ljóst,
hvernig skýra beri orðin „vann í beinum tengslum við rekstur skips“.
Samkvæmt orðanna hljóðan tekur ákvæðið t.d. ekki til þess, þegar
skipverji er á leið heim til sín vegna landlegu að lokinni vinnu eða þeg-
ar hann er á leið til skips eftir helgarfrí. Skiptir hér ekki máli, hvort
skipverji er skráður í skiprúm, er hann slasast.
Um ábyrgð útgerðarmanns vég'na slysa, sem verða utan gildissviðs
hlutlægu reglunnar, fer eftir 171. gr. sigll og almennum skaðabóta-
reglum. Ef aðrir en skipverjar slasast við störf í þágu útgerðarmanns
eða ef skipverjar slasast í frítíma sínum í landi, verður krafa ekki
reist á 1. mgr. 172. gr. sigll.
Réglan um að lækka megi fébætur eða láta þær niður falla, ef tjón-
þoli hefur átt sök á slysi með „vítaverðu" gáleysi stendur efnislega
óbreytt.
Eins og síðar verður vikið nánar að, er útgerðarmanni skv. 2 mgr.
172. gr. sigll. skylt að kaupa „tryggingu fyrir dánarbótum og slysa-
bótum er á hann kunna að falla samkvæmt 1. mgr.“ með fjárhæðum,
sem nákvæmlega eru taldar í 2. mgr. Eftir 5. tl. 175. gr. sigll. takmark-
ast hin hlutlæga ábyrgð útgerðaimanns við þær f járhæðir. Síðastgreint
lagaákvæði veldur því, að útgerðarmaður losnar í reynd undan hlut-
lægu ábyrgðinni eftir 1. mgr. 172. gr„ ef nefnd vátrygging greiðir
bætur vegna slyss sjómanns í samræmi við fyrirmæli sigll Bíði tjón-
þoli meira tjón en hann fær bætt með greiðslu vátryggingarfjárhæða,
sem skylt er að greiða eftir 2. mgr. 172. gi\, verður hann þess vegna
að bera það sjálfur, nema útgerðarmaður sé skaðabótaskyldur eftir
171. 'gl\ sigll., almennum skaðabótareglum eða samningi.
Eitt af þeim álitamálum, sem upp geta komið eftir að bótareglunum
var breytt í núverandi mynd, er það, hver sé réttarstaða þess, sem
misst hefur framfæranda við dauðaslys sjómanns, ef tjónþoli er ekki
úr hópi þeirra, sem rétt eiga á slysatryggingarbótum eftir 1. tl. 2. mgr.
241