Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Side 62
í október 1986 dvaldist dr. Shlomo Levin, hæstaréttardómari frá ísrael, hér á landi á vegum lagadeildar og flutti nokkra fyrirlestra. Hinn 8. október 1986 var haldinn fræðafundur í samvinnu við Lögfræðinga- félag (slands. Á fundinum flutti dr. juris Peter Lodrup, prófessor við lagadeild Oslóarháskóla, erindi, sem hann nefndi: „Nye stromninger i debatten om ansvaret for personskader, særlig med henblik pá debatten i Norge.“ 7. ORATOR Á aðalfundi Orators í nóvember 1985 var Jónas Guðmundsson kosinn for- maður félagsins. Varaformaður var kosinn Tómas Jónsson og ritstjóri Úlfljóts Páll Hreinsson. í október 1986 var Þórður Bogason kosinn formaður Orators, Sigríður Logadóttir varaformaður og Þorsteinn Hjaltason ritstjóri Úlfljóts. Arnljótur Björnsson SKÝRSLA UM LAGASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS 28. FEBRÚAR 1985 — 27. FEBRÚAR 1986 Starfslið: Þessir kennarar i fullu starfi störfuðu við Lagastofnun 1985-1986: Arnljótur Björnsson, Björn Þ. Guðmundsson, Gaukur Jörundsson, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar G. Schram, Jónatan Þórmundsson, Páll Sigurðsson, Sigurður Lín- dal, Stefán Már Stefánsson og Þorgeir örlygsson. Stjórn: Á fundi lagadeildar 27. febrúar 1985 voru þessir menn kosnir í stjórn stofn- unarinnar til næstu tveggja ára: Gaukur Jörundsson, Guðrún Erlendsdóttir, Jónatan Þórmundsson og Sigurður Ltndal. Stjórn Orators, félag laganema, hefur tilnefnt Pál Hreinsson, stud. jur., í stjórnina. Sigurður Líndal var kos- inn forstöðumaður á stjórnarfundi stofnunarinnar 28. febrúar 1985. Stjórnin hélt þrjá fundi á tlmabilinu 28. febrúar 1985 — 27. febrúar 1986. Ársfundur var haldinn 28. febrúar 1986. Rannsóknir 1985-86: Rannsóknar- og ritstörf kennara I fullu starfi við lagadeild sem teljast starfa við Lagastofnun Háskóla íslands voru sem sér segir: Arnljótur Björnsson: Ritstörf: Dómar um bótaábyrgð hins opinbera 1920-1984. Reykjavík 1985, 98 bls. — Hjálmar, hlífðargleraugu og öryggisbelti. Tímarit lögfræðinga 34 (1984), bls. 185-198 (heftið kom út fyrri hluta árs 1985). — Hæstaréttardóm- ur 1983, 1718. Tímarit lögfræðinga 35 (1985), bls. 125-127. — Vátrygging. Endurskoðuð 46. gr. V. þáttar ritsins Lög og réttur eftir Ólaf Jóhannesson, 4. útgáfa. Reykjavlk 1985, bls. 275-282. — Saknæmisreglan og aðrar skaðabóta- reglur. Endurskoðuð 49. gr. V. þáttar ritsins Lög og réttur eftir Ólafs Jóhannes- son, 4. útgáfa. Reykjavík 1985, bls. 286-300. 276

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.