Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 16
tilheyrt séreign hins látna, en það er skilyrði, að langlífari maki hafi haft þessa muni til persónulegra nota. Þetta tekur langlífari maki af óskiptu, þ.e. verðmæti þessara muna er ekki reiknað með við búskipt- in eða arfskiptin. Skammlífari maki getur ekki svipt langlífari maka þessum rétti með erfðaskrá.12) 1 íslenskum lögum er ekki heimild til að taka af óskiptu muni, sem ætlaðir eru til notkunar barna, en slík heimild er í dönskum skiptalög- um (62. gr. a 2. mgr.). Lagaframkvæmdin hér á landi mun þó vera sú sama og í Danmörku, þannig að við skipti eru munir, sem börnin nota, teknir af óskiptu. 4.2. 58. gr. 2. mgr. laga nr. 20/1923, sbr. 2. gr. 2. mgr. 1. nr. 10/1962 Hér er langlífara maka veitt heimild til þess, ef fjármunir búsins eru lítils virði, að taka af óskiptu úr hj úskapareign beggja nauðsynleg bús- gögn, verkfæri og aðra lausa muni, að svo miklu leyti sem það verður talið nauðsynlegt, til þess að hann geti haldið áfram atvinnu sinni. Þetta gildir, jafnvel þótt verð munanna fari fram úr lögmæltum hluta hans í eignunum. Skiptaréttur leysir úr ágreiningi um það, hvort for- sendum ákvæðisins sé fullnægt.13) 4.3. 46. gr. laga nr. 3/1878 46. gr. skiptalaga kveður á um það, að hver erfingi eigi heimtingu á, að arfshluti hans sé lagður honum út eftir virðingu, og hið sama á við um búshluta þess hjóna, sem lengur lifir. Krefjist fleiri en einn erfingi sama hlutarins, skal hlutkesti ráða, en það hjóna, sem eftir lifir, geng- pr ávallt fyrir. Aðalreglan er sú, að verð munanna verður að rúmast innan búshluta og arfshluta makans. Með lögum nr. 9/1962 var nýrri málsgrein bætt við 46. gr. skipta- laga, þar sem svo er mælt fyrir, að séu munir í búi, sem hafa sérstakt minjagildi fyrir tiltekna fjölskyldu, þá skuli erfingjar úr þeirri fjöl- skyldu eiga forgangsrétt til þessara muna.14) 12) Morten Wegener: Familieret, s. 307, J0rgen Graversen: Arveret, s. 34. 13) Samsvarandi heimild er 1 dönskum skiptalögum (62. gr. b 1. mgr.), en hún nær einnig til séreignar hins látna. f dönskum rétti hefur þetta ákvæði ekki mikla þýðingu eftir að sett var ákvæði um „suppleringsarv" í 62. gr. b 2. mgr. dönsku skiptalaganna, en sam- kvæmt þeirri grein á langlífari maki rétt á að taka svo mikið úr búinu, að samanlagt fái hann, ásamt verðmæti búshluta, arfshluta og séreignar, verðmæti að fjárhæð d. kr. 50.000.oo (breytt með 1. 170, 14. maí 1980). Þessi regla er að sænskri fyrirmynd, en svip- uð ákvæði eru einnig í norskum lögum. 14) Samkvæmt dönskum skiptalögum (62. gr. c) á maki einnig forgangsrétt til muna, sem hafa minjagildi fyrir erfingja hins látna. 230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.