Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Side 18
skilur þó á milli. Samkvæmt 62. gr. skiptalága fara fram skipti, og hlutur hvers erfingja er fastákveðinn og breytist ekki, þótt eignir bús- ins breytist. Eftirlifandi maki fær aðeins frest til að greiða arfinn út. Þótt hann gangi að nýju í hjúskap, helst þetta fyrirkomulag eftir sem áður, og ekki er laganauðsyn að skipta, þegar þannig stendur á. Aft- ur á móti verður að greiða arfinn, þegar erfingjar verða lögráða. Maki gæti notfært sér heimild 62. gr. eftir setu í óskiptu búi.18) 4.6. 104. gr. laga nr. 20/1954 Ymsar bætur og greiðslur vegna andláts renna aldrei til dánarbúsins, heldur beint til maka eða annarra rétthafa. Þannig er með bætur al- mannatrygginga vegna andláts, svo og launagreiðslur eftir andlát, eftirlaun og lífeyri úr lífeyrissjóði. Líftryggingar fara eftir skilmálum vátryggingarsamningsins. 1 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1954 segir, að líftryggingarbætur renni til dánarbúsins, ef vátryggingartaki hefur ekki tilnefnt neinn viðtakanda. Hafi vátryggingartaki tilnefnt viðtakanda, renna bæturnar beint til hans en ekki í dánarbúið. Ef tilnefningin hefur verið gerð óafturtæk, getur hvorki maki né börn vátryggingartaka hróflað við því, sbr. 2. mgr. 104. gr. Ef tilnefningin er afturtæk, skiptir höfuðmáli, hvort rétt- hafinn er skylduerfingi eða ekki. Sé um skylduerfingja að ræða, renna bæturnar til hans beint, en ef rétthafinn er ekki skylduerfingi, segir 2. mgr. 104. gr., að afturtæk tilnefning rétthafa sé metin þannig, að vátryggingartakinn hafi með því fært sér í nyt ráðstöfunarheimild sína skv. 35. gr. erfðalaga, ef hann lætur eftir sig skylduei'fingja, þann- ig að með vátryggingarfjárhæðina er farið, að því er búshluta og skyldu- arf varðar, eins og hún tilheyrði dánarbúinu. Að því er til óvígðrar sambúðar tekur, er ekkert því til fyrirstöðu, að maður taki líftryggingu til hagsbóta fyrir sambúðaraðila sinn, en regla 2. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1954 hefur í för með sér, að krafa til bús- hluta og skylduarfs gengur fyrir líftryggingarkröfunni, nema tilnefn- ingin hafi verið gerð óafturtæk. Það er því oft heppilegra fyrir sam- búðarfólk að taka út gagnkvæma líftryggingu, sbr. 97. gr. laga nr. 20/1954, þ.e. hvor um sig tekur tryggingu á líf hins, og þar sem það er sá, sem lengur lifir, sem hefur greitt iðgjaldið, er ekki greiddur erfða- fjárskattur.19) 18) Sbr. Ernst Andersen: Arveret, s. 40. 19) Inger Margrete Pedersen: Papirl0se samlivsforhold, s. 125, Ingrid Lund-Andersen: UfR 1982, s. 41-52. 232

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.