Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 50
Af vcKvanúi Þorgeir Örlygsson borgardómari: VIÐURKENNING ERLENDS DÓMS UM ÓGILDINGU HJÚSKAPAR, HRD. 1985.599 i. 1 2. mgr. 196. gr. lága nr. 85/1936 kemur fram sú regla, að ágrein- ingsefni verður ekki borið undir sama eða hliðsettan dómstól á nýjan leik, eftir að dómur hefur um það gengið. Hefur þetta verið nefnt nei- kvæð verkun dóma.1) Ef frá eru talin þau lög,2) er veita gildi3) hér á landi nokkrum Norðurlandasamningum á sviði alþjóðlegs einkamála- réttar og einkamálaréttarfars, eru ekki í íslenskum rétti settar heim- ildir um verkanir erlendra dóma og úrskurða. Þótt ekki sé við úrlausn- ir dómstóla að styðjast, hefur verið út frá því gengið, að án sérstakrar lágaheimildar séu erlendir dómar hvorki aðfararhæfir hérlendis4) né heldur hafi þeir neikvæðar verkanir.5) Almenn regla þess efnis, að erlendir dómar hafi ekki neikvæðar verk- anir hér á landi, leiðir til þess, að sakarefni verður að jafnaði borið undir íslenska dómstóla, þó svo að erlendur dómstóll hafi áður kveðið upp dóm um ágreiningsefnið. Myndu íslenskir dómstólar því væntan- lega telja sér heimilt að fjalla bæði um staðreyndir og lagareglur á nýjan leik, enda þótt um ágreining hafi gengið erlendur dómur.6) 1 fræðiskoðunum hérlendis hefur því þó verið hreyft,7) að gera verði undantekningu frá méginreglunni að því er varðar erlenda skilnaðar- dóma. Af undantekningunni frá meginreglunni myndi leiða, að erlend- ir skilnaðardómar yrðu lagðir til grundvallar hér á landi, þar sem slíkt hefði þýðingu að lögum. Vísbendingu í þessa átt er að finna í Hrd. 1972. 1061, þar sem íslenskur maður og bresk kona, sem verið höfðu í hjóna- bandi, deildu um forræði yfir barni sínu, en þau höfðu fengið skilnað með úrskurði bresks dómstóls. Ságði í dómi Hæstaréttar, að ekki væru bornar á það brigður, að sá úrskurður væri bindandi fyrir báða máls- 264

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.