Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 33
Sjálfsagt myndi heyra til undantekninga, að á þau álitamál, sem
síðast voru rædd, reyni í framkvæmd, en það sem nú hefur verið rak-
ið sýnir, hve óskýr siglingalagaákvæðin eru. Segja má, að sakarskipt-
ingarreglan hafi fremur átt rétt á sér í gildistíð sigll. 1963, þegar út-
gerðarmaður bar enn ótakmarkaða hlutlæga ábyrgð. Auk þess var vá-
tryggingarskyldan þá ekki lögboðin í sigll. og ekki tengd hlutlægu
ábyrgðarreglunni með þeim hætti, sem gert er í upphafsákvæði 2. mgr.
172. gr. gildandi laga.
Halda má því fram, að ofangreindar hugleiðingar um sakarskipting-
arreglu 1. mgr. 172. gr. skipti ekki máli, af því að „vítavert“ gáleysi
sé sömu merkingar og „stórfellt" gáleysi. Því er til að svara, að engan
veginn er víst, að hugtökin verði talin sömu merkingar að lögum og
þótt svo væri, myndi reglan í 1. mgr. 172. gr. stangast á við reglur
slysatryggingarinnar, þar eð síðarnefndar reglur leiða til missis alls
bótaréttar, en hin fyrrnefnda til brottfalls eða lækkunar bóta.
2.4 Bótaf járhæðir og rétthafar vátryggingarf jár
Slysatrygging sjómanna nær eingöngu til slysa, sem hafa dauða
eða örorku í för með sér. Greiða skal örorku- eða dánarbætur. Engar
bætur greiðast fyrir miska eða útlagðan kostnað. Auk breytinga, sem
rekja má til almennra verðlagsbreytinga, eru gerðar allmiklar breyt-
ingar á reglum um slysatryggingarbætur frá því, sem var eftir sigll.
1963. Sumar breytinganna koma frá nefnd þeirri, sem samdi frv. til
sigll., en aðrar verðar raktar til samkomulags, sem gert var til lausnar
kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. (Sjá nánar Páll Sigurðsson,
bls. 19-23.)
Bætur fyrir tímabundna örorku (dagpeningar) greiðast eins og áður
eftir sömu reglum og dagiæningar slysatryggingar skv. IV. kafla laga
nr. 67/1971 um almannatryggingar, en nema nú sömu fjárhæð og dag-
peningar almannatryggiriga í stað 75% þeirra, sjá a-lið 2. tl. 2. mgr.
172. gr. Sjómenn njóta því nú sem fyrr meiri slysadagpeninga en aðrir
launþegar, þar sem greiðslur frá sjómannatryggingunni koma til við-
bótar dagpeningum eftir lögum um almannatryggingar.
Það nýmæli gildir um bætur fyrir varanlega örorku, að bætur vegna
hvers örorkustigs frá 26-50% eru tvöfalt hærri en bætur fyrir minni
örorku og bætur vegna hvers örorkustigs frá 51-100% eru þrefalt hærri
en bætur vegna hvers stigs örorku undir 26%, sjá b-lið 2. tl. 2. mgr.
172. gr. Áður greiddust bætur í réttu hlutfalli við vátryggingarfjár-
hæð þá, er gilti fyrir 100% varanlega örorku. Eins og venja er í slysa-
247