Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Side 58
Stjórn Lögfræðingafélags íslands 1985-1986. Fremri röð frá vinstri: Guðný Björnsdóttir, ritari, Arnljótur Björnsson, formaður og Lilja Ólafsdóttir, gjald- keri. Aftari röð frá vinstri: Valgeir Pálsson, varaformaður, Guðrún Margrét Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Gestur Jónsson og Jón Finnbjörnsson. á þessu ári varð að gera sérstakar ráðstafanir til fjáröflunar til þess að grynnka á skuld ritsins við prentsmiðju. Ritstjórar Tímarits lögfræðinga hafa ekki séð um neinar fjárreiður vegna ritsins og verður sú skipan óbreytt. Auk vinnu stjórnarinnar við endurskipulagningu fjármála Timarits lögfræð- inga hefur hún unnið að endurskoðun félagaskrár og undirbúið átak til fjölg- unar félagsmanna og áskrifenda að tímaritinu. Afskipti Lögfræðingafélagsins af starfsemi Bandalags háskólamanna eru fremur lítil. Hefur svo verið I nokkur undanfarin ár. Lögfræðingafélagið er fyrst og fremst fræðafélag, en kjaramál lögfræðinga annast aðrir aðilar, t.d. Stéttarfélag lögfræðinga I ríkisþjónustu. Stéttarfélagið tók við hlutverki rtkis- starfsmannadeildar Lögfræðingafélagsins á árinu 1978 (sjá Tímarit lögfræð- inga 1980, bls. 187). Ríkisstarfsmannadeildin hefur aldrei verið formlega lögð niður og eru enn ákvæði um hana i lögum Lögfræðingafélagsins. Lögum fé- lagsins verður ekki breytt, nema a.m.k. helmingur félagsmanna sæki aðal- fund og þarf samþykki meiri hluta fundarmanna til lagabreytingar. Kostur er þó að koma lagabreytingum fram á framhaldsaðalfundi, án tillits til fundar- sóknar (lög félagsins eru prentuð í Timariti iögfr. 1974, bls. 51-2). Samvinna stjórnarmanna var góð eins og áður. Tveir stjórnarmanna, Gest- ur Jónsson og ég, gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Gestur hefur setið f stjórn i þrjú ár og ég í fjögur ár. Þótt ég hafi haft mikla ánægju af þvi að starfa að stjórn félagsins, kýs ég að hætta nú. Það er hvorki í þágu félagsins né formannsins, að hann sitji of lengi í stjórn. Ég nota þetta tækifæri til að þakka þeim, sem verið hafa með mér f stjórn félagsins, skemmtilegt samstarf. Um félaga mína I stjórn vil ég segja, að þar hefur vcrið valinn maður I hverju rúmi. Arnljótur Björnsson 272

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.