Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Síða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Síða 52
sem K hefði ekki að lögum verið skilin við fyrri eiginmann sinn, A, er giftingarathöfn hennar og M fór fram. Ógildingardóm hins bandai’íska dómstóls lagði M fram í skiptaréttarmálinu til stuðnings þeirri kröfu sinni, að búi þeirra M og K bæri ekki að skipta sem félagsbúi hjóna. IV. Eins og fyrr segir, krafðist K þess, að bú hennar og M yrði tekið til opinberra skipta vegna skilnaðar þeirra. Hún studdi kröfu sína þeim rökum, að þar sem málsaðiljar ættu lögheimili í Reykjavík og eignir þeirra væru hérlendis, væri skiptaréttur Reykjavíkur bær til þess að skipta eignum þeirra. Þá taldi K, að ekki væri unnt að ógilda seinni hjúskapinn (hjúskap K og M), þar sem fyrri hjúskapnum (hjú- skap K og A) hefði lokið árið 1982, eða tveimur árum áður en M höfðaði mál til ógildingar á seinni hjúskapnum. Studdi K sjónarmið sín að þessu leyti við 24. gr. laga nr. 60/1972.8) Aðalkrafa M var sú, að synja bæri kröfu K um töku bús þeirra til opinberra skipta. Hann studdi kröfu sína þeim rökum, að efnislegt gildi hjúskapar bæri að meta eftir lögum þess lands, þar sem í hjúskap var gengið, í þessu tilviki samkvæmt lögum Alaskafylkis í Banda- ríkjunum. Áfrýjunardómstóll þess fylkis hefði komist að þeirri nið- urstöðu, að hjúskapur M og K væri markleysa frá upphafi, þar sem um tvíkvænishj ónaband K væri að ræða. Þennan dóm áfrýjunardóm- stólsins bandaríska bæri að leggja til grundvallar hér á landi við á- kvörðun um það, hvort taka ætti búið til opinberra skipta sem félags- bú hjóna. Þar sem hjúskapur hefði aldrei stofnast með þeim M og K, ætti uppgjör vegna samvistarslita þeirra að fara með þeim hætti, sem gerðist við slit óvígðrar sambúðai’, og féllu slík skipti utan verksviðs skiptaréttarins. V. Héraðsdómari varð við kröfu K og kvað upp úrskurð þess efnis, að bú málsaðilja skyldi tekið til opinberra skipta. Sagði í forsendum úr- skurðarins, að þegar M hefði hafist handa um að afla sér dómsúrlausn- ar um, að hjónavígsla hans og K væri markleysa, hefði K átt varnar- þing í Reykjavík og hefði hún þá þegar sett fram kröfu um skilnað að borði og sæng. Ef M vildi freista þess að fá dómsúrlausn um ógildi hjónavígslunnar, bæri honum að höfða mál í því skyni fyrir dómstóli hér á landi samkvæmt reglum VII. kafla laga nr. 60/1972. Dómur hins bandaríska áfrýjunarréttar, þar sem hjónavígsla málsaðilja hefði ver- ið lýst markleysa, yrði ekki lagður til grundvallar niðurstöðu skipta- 266

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.