Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 52
sem K hefði ekki að lögum verið skilin við fyrri eiginmann sinn, A, er giftingarathöfn hennar og M fór fram. Ógildingardóm hins bandai’íska dómstóls lagði M fram í skiptaréttarmálinu til stuðnings þeirri kröfu sinni, að búi þeirra M og K bæri ekki að skipta sem félagsbúi hjóna. IV. Eins og fyrr segir, krafðist K þess, að bú hennar og M yrði tekið til opinberra skipta vegna skilnaðar þeirra. Hún studdi kröfu sína þeim rökum, að þar sem málsaðiljar ættu lögheimili í Reykjavík og eignir þeirra væru hérlendis, væri skiptaréttur Reykjavíkur bær til þess að skipta eignum þeirra. Þá taldi K, að ekki væri unnt að ógilda seinni hjúskapinn (hjúskap K og M), þar sem fyrri hjúskapnum (hjú- skap K og A) hefði lokið árið 1982, eða tveimur árum áður en M höfðaði mál til ógildingar á seinni hjúskapnum. Studdi K sjónarmið sín að þessu leyti við 24. gr. laga nr. 60/1972.8) Aðalkrafa M var sú, að synja bæri kröfu K um töku bús þeirra til opinberra skipta. Hann studdi kröfu sína þeim rökum, að efnislegt gildi hjúskapar bæri að meta eftir lögum þess lands, þar sem í hjúskap var gengið, í þessu tilviki samkvæmt lögum Alaskafylkis í Banda- ríkjunum. Áfrýjunardómstóll þess fylkis hefði komist að þeirri nið- urstöðu, að hjúskapur M og K væri markleysa frá upphafi, þar sem um tvíkvænishj ónaband K væri að ræða. Þennan dóm áfrýjunardóm- stólsins bandaríska bæri að leggja til grundvallar hér á landi við á- kvörðun um það, hvort taka ætti búið til opinberra skipta sem félags- bú hjóna. Þar sem hjúskapur hefði aldrei stofnast með þeim M og K, ætti uppgjör vegna samvistarslita þeirra að fara með þeim hætti, sem gerðist við slit óvígðrar sambúðai’, og féllu slík skipti utan verksviðs skiptaréttarins. V. Héraðsdómari varð við kröfu K og kvað upp úrskurð þess efnis, að bú málsaðilja skyldi tekið til opinberra skipta. Sagði í forsendum úr- skurðarins, að þegar M hefði hafist handa um að afla sér dómsúrlausn- ar um, að hjónavígsla hans og K væri markleysa, hefði K átt varnar- þing í Reykjavík og hefði hún þá þegar sett fram kröfu um skilnað að borði og sæng. Ef M vildi freista þess að fá dómsúrlausn um ógildi hjónavígslunnar, bæri honum að höfða mál í því skyni fyrir dómstóli hér á landi samkvæmt reglum VII. kafla laga nr. 60/1972. Dómur hins bandaríska áfrýjunarréttar, þar sem hjónavígsla málsaðilja hefði ver- ið lýst markleysa, yrði ekki lagður til grundvallar niðurstöðu skipta- 266
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.