Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Side 67

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Side 67
ágúst 1985. — Pétur Guðgeirsson var skipaður sakadómari í Reykjavík frá 1. ágúst 1985. — Sigurður Gizurarson var skipaður bæjarfógeti á Akranesi frá 1. nóvember 1985. — Halldór Kristinsson var skipaður bæjarfógeti á Húsavík og sýslumaður Þingeyjarsýslu frá 1. desember 1985. — Adolf Adolfs- son var skipaður bæjarfógeti í Bolungarvík frá 16. janúar 1986. — Friðjón Guðröðarson var skipaður sýslumaður í Rangárvallasýslu frá 1. desember 1985. — Páll Björnsson var skipaður sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu frá 9. janúar 1986. — Sigríður Ingvarsdóttir var skipuð héraðsdómari ( Kópavogi frá 1. mars 1986. — Þorgeir örlygsson var skipaður borgardómari í Reykja- vík frá 1. júní 1986. — Ennfremur var Böðvar Bragason skipaður lögreglustjóri í Reykjavlk frá 1. desember 1985. ALMENN FUNDARSTÖRF. Laugardaginn 18. maí 1985 var haldið málþing á vegum Dómarafélags ís- lands og Lögmannafélags íslands í Valhöll á Þingvöllum. Umræðuefnið á málþinginu bar heitið „Málsforræði og kröfur í dómsmálum“. Var umræðu- efninu skipt I 3 málaflokka með framsögumanni frá hvoru félagi um sig. Efnisskiptingin var svofelld: a) Forræði aðila á dómkröfum og málsástæður. Framsögumaður af hálfu Dóm- arafélagsins var um það efni Rúnar Guðjónsson sýslumaður. b) Forræði aðila í málsmeðferð. Framsögumaður af okkar hálfu var frú Sigríð- ur Ingvarsdóttir héraðsdómari. c) Dómkröfur og breytingar á þeim, þ.á m. við áfrýjun máls. í því efni hafði Hrafn Bragason borgardómari framsögu af hálfu Dómarafélagsins. Eftir framsöguerindin voru frjálsar umræður um efni viðkomandi mála- flokks og ( lokin fóru svo fram umræður um málþingsefnið ( heild sinni. Þingið stóð allan daginn frá kl. 8:30 til kl. 19:00 með matarhléi í hádeginu. Þátttaka var afbragðsgóð og þá ekki síst þátttakan í umræðunum. Fjöldi lög- fræðinga úr hópi dómara og málfærslumanna tók til máls og urðu umræður í senn fræðandi og fjörugar. Þingstörfum stjórnuðu þeir Ásgeir Pétursson, formaður Dómarafélagsins, og Jón Steinar Gunnlaugsson, formaður Lög- mannafélagsins. STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ. Nefnd vegna stjórnarskrármálsins var kosin á aðalfundi 1983. Fékk hún það hlutverk að móta tillögur ( samráði við stjórn félagsins um þau ákvæði stjórnarskrár sem varða dómstóla og dómara og einnig að (huga mannrétt- indaákvæði stjórnarskrár. Nefndina skipuðu þeir borgardómararnir Steingrímur Gautur Kristjánsson, Friðgeir Björnsson og Böðvar Bragason sýslumaður. Þeir skiluðu tillögum um þetta efni hinn 19. nóvember 1984. Fylgdi tillögunum skýrsla um athugun ákvæða í nokkrum stjórnarskrám og mannréttindaskrám um dómstóla, réttar- far og mannréttindi. Tillögurnar hafa verið fjölritaðar og þeim útbýtt. Er ráðgert að félagsmenn hafi tillögurnar til athugunar um skeið, en síðan verði efnt til fundar um þær og þá tekin ákvörðun um afgreiðslu. Verði þær samþykktar er ætlun stjórnar- innar að senda þær stjórnarskrárnefnd, Alþingi og ríkisstjórninni sem framlag félagsins til stjórnarskrárendurskoðunar. 281

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.