Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 8
um fjármálaráðuneytisins og Framsóknarflokksins að ýmsum verkefnum, en
hinn 1. janúar 1960 hóf hann þau störf, sem áttu eftir að verða ævistarf hans
eftir það. Varð hann þá fulltrúi sakadómarans í Reykjavik (síðar yfirsakadóm-
ara). Hinn 1. janúar 1968 varð Jón aðalfulltrúi og frá 1. ágúst 1972 var hann
skipaður sakadómari og gegndi því starfi til æviloka. Þá tók Jón árum saman
virkan þátt í ýmsum félagsstörfum, m.a. fyrir Framsóknarflokkinn og samtök
dómara. Var hann í stjórn Dómarafélags íslands, er hann lézt.
Hinn 4. desember 1955 gekk Jón að eiga Sigríði Þorsteinsdóttur, sem lifir
mann sinn. Áttu þau saman tvær dætur, Helgu og Ingveldi, sem eru uppkomn-
ar, og einn son, Jón Einar, sem er 12 ára. Þá átti Jón eina dóttur, Sigrúnu,
áður en hann kvæntist. Er móðir hennar Sigrfður Steingrímsdóttir. Sigrún er
gift Árna Einarssyni Ifffræðingi. Helga er gift Jóhanni Agli Hólm matreiðslu-
manni og Ingveldur heitbundin Þorsteini Kristleifssyni flugmanni. Eru barna-
börn Jóns fimm.
Jón var góður heimilisfaðir og bar mjög fyrir brjósti hag og velferð fjöl-
skyldu sinnar. Veit ég, að mjög kært var með honum og einkasyninum, og
áttu þeir margar ánægjulegar stundir saman. Er föðurmissirinn því Jóni
Einari sérlega þungbær á viðkvæmum aldri.
Ég hefi átt því láni að fagna að vera samstarfsmaður Jóns í rúm 23 ár og
eiga hann þar að auki sem góðan vin og hollan ráðgjafa öll þessi ár. Held
ég, að mér sé óhætt að fullyrða, að sjaldan hafi okkur borið mikið á milli.
Jón lauk góðu lagaprófi á sínum tíma og var öllum lögfræðingum saka-
dóms Ijóst, að Jón hafði einna mesta þekkingu okkar allra í lögfræði og var
víðlesinn í þeim efnum. Þá átti hann sérlega gott með að kryfja erfið vanda-
mál til mergjar á einfaldan hátt til þess að komast að endanlegri niðurstöðu
í verkefnum, sem ( fyrstu sýndust mjög flókin en urðu auðskilin að iokum.
Held ég, að margir samstarfsmenn okkar hafi oft átt auðveldara með að leysa
verkefni sín af hendi eftir að hafa rætt um þau við Jón og notið ráða hans.
Er því í okkar hópi stórt skarð og vandfyllt.
Jón var traustur og góður vinur vina sinna. Þá var hann einstaklega glað-
vær að eðlisfari og sá oft hinar skoplegu hliðar tilverunnar. Er hann
einn af þeim mönnum, sem ég hefi heyrt fljótastan að svara fyrir sig og oftast
á sérlega hnyttilegan hátt.
Jón var mikill náttúruskoðandi og hafði gaman af gönguferðum og njóta
þess að vera úti í náttúrunni að loknum erilsömum störfum. Gerði hann þetta
oft um helgar.
Jón er horfinn allt of fljótt og allt of snögglega. Við hin stöndum eftir og
Ktum til baka. Eftir stendur minningin um velviljaðan og traustan samferða-
mann, sem átti til að bera sérstaklega ríka réttlætiskennd. Ég sendi konu
Jóns, börnum hans og öðrum ættingjum innilega samúðarkveðju mina og
fjölskyldu minnar.
Sverrir Einarsson
222