Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1995, Page 6

Ægir - 01.02.1995, Page 6
„Þegar við leigðum báta til þess að fiska fyrir okkur varð það hvati til þess að bátarnir fiskuðu meira en þeir hefðu gert ella. í sumum tilvikum hefðu þeir kannski ekki sótt í ýsuna nema af því þetta samstarf okkar kom til. Á viðmiðunarárunum 1981-1984 þá voru bátar á okkar vegum að landa 70-150 tonnum á mánuði. Þetta kom þessum bátum til góða þegar kvóta- kerfið var sett á og kvóta úthlutaö á báta miðað við afla viðmiðunarár- anna. Áður en kvótakerfið var sett á var fiskvinnsluhús verðmæt eign en bátur verðlaus. Þetta snerist við á einni nóttu og bátar urðu verðmætir vegna kvótans meðan fyrirtæki eins og mitt urðu verðlaus. Mér finnst þetta sýna fáránleika kerfisins í hnotskurn án þess að ég sé að gera neitt tilkall til kvóta þessara báta." Nú sœkir þú allan þinn fisk á mark- aöinn. Hver er munurinn á því að vera háður markaðnum eða vera með eigin hráefnisöflun? „Það er miklu betra aö skipuleggja sig með því að versla á markaðnum. Sá sem er með eigin togara þarf að stýra vinnslunni eftir veiðunum. Stundum þarf að keyra mikið magn í gegn í ódýrar pakkningar, stundum vantar hráefni." Gullmoli í dag er brennisteinn á morgun „Ferskfiskmarkaðurinn sem við vinnum á er eins og jójó. Verðin sveiflast upp og niður og eftirspurnin gengur í bylgj- um. Þannig er í rauninni eng- in framtíð á þessum markaði, heldur aðeins núið. Dagurinn í dag og verðið í dag er það eina sem skiptir máli. Verðið sem þykir gott í dag getur ver- ið hörmulegt á morgun" Fylgir því ekki mikið áiag að starfa við þessar aðstœður? „Þab er mikið álag og sést líka á því að menn endast ekki lengi í þessari starfsgrein. Það er óhemja af mönnum sem koma inn í starfsgreinina og fara fljótlega aftur. Ég sé nýja menn næstum í hverri viku. Það heyrast háar tölur sem freista manna en það sem sýnist gullmoli í dag getur verið orðið að brennisteini á morgun. Það má aldrei slaka á í gæðakröfun- um en stundum freistast menn til þess ab kaupa lélegan fisk og skella inn á tóman markað. Það getur gengið einu sinni en skellurinn kemur. Ef þú tapar í þessum bransa þá tap- arðu öllu. Fiskur sem er hafnað er tap- aður, þú situr mörg þúsund mílur i burtu og getur ekkert gert og færð ekki krónu fyrir." Tíðkast engar tryggingar í þessari at- vinnugrein? „Það er hægt ab kaupa svokallaða greiðslutryggingu sem tryggir þig gegn því ab kaupandinn standi ekki í skil- um. En það tryggir enginn fersk mat- væli nema fyrir einhverjar fúlgur." Reginfífl í útflutningi Er þekkingarleysi algengt hjá þeim sem freista gæfunnar í þessum bransa? „Ég hef séð til útflytjenda sem eru þvílík reginfífl aö þaö er varla á þab orðum eyðandi. Þeir hafa platab marga ágætismenn í framleibslu og fengið ab flytja út fyrir þá. Þessir kappar hafa ekki haft snefil af markaðsþekkingu og ekki hundsvit á fiski, hvað þá ferskum fiski. Þeir hafa komið úr allskonar starfsgreinum, prestar og alls konar fólk og hafa reiknað út sitt verð af ein- tómri bjartsýni og hefur skort allan bakgrunn og gæðaþekkingu. Framleiðendur hafa látið glepjast í góðri trú og það er ótrúlegt hvað svona skúrkar virðast vera langlífir í greininni." Hvað finnst þér þá um framtak fyrir- tœkis í Hafnarfirði sem auglýsti eftir uþplýsingum um svikalirappa svo stofna mœtti til lista yfir þá? „Það getur verið gott gagnvart er- lendum kaupendum, sérstaklega ef framleiðendur eru teknir með á list- ann, en það þarf að vera mjög vönduð vinna. Gott fyrirtæki erlendis getur lent á svörtum lista vegna viðskipta við slæman útflytjanda." Hvernig er staðan í þessum útflutn- ingi nú? „Það hefur sem betur fer aukist framboðið á flutningsplássi. Það var farið að skorta en síðan Cargolux fór ab fljúga í samkeppni við Flugleiðir í vetur hefur þab aukist. Við það hefur útflytjendum fjölgað. Það er dálítið uppnám á markaðnum því það tekur hann nokkurn tíma að laga sig ab auknu framboði. Það hafa allir gott af sam- keppni. Vlð útflytjendur þurftum á þessari samkeppni að halda en Flugleiðir höfðu ekkert við hana að gera." Ekki fagleg gagnrýni Nú hef ég heyrt þá gagnrýni á fiskmarkaði að þóknun þeirra sé orðin of há. Þetta beinist ekki síst að Fiskmarkaði Suður- nesja. Er þetta rétt? „Fiskmarkaöur Suðurnesja hefur alltaf tekið lægsta sölu- þóknun og er svo enn þrátt fyrir svolitla hækkun i sumar. Við vorum fyrstir með fjar- skiptamarkaö. Það eru í raun tvær sölublokkir í gangi. Önn- ur með miðstöð í Reykja- vík/Hafnarfirði og hin hér á Lítil saga um menntun Logi Þormóðsson rifjaði um þessa gamansögu með broddi sem gekk manna á milli í Fiskvinnslu- skólanum áður fyrr. Þegar kínverskir ráðherrar komu í heimsókn til ís- lands sýndu þeir áhuga á að fræðast um íslenskt skólakerfi sem þeim þótti umfangsmikiö miðab vib höfðatölu þjóðarinnar. „Vib erum meb geysilega gott menntakerfi," sagði íslenski forsætisráöherrann og minnti á að ólæsi væri óþekkt í landinu og langskólamenntun út- breidd. „Vib erum með háskóla, þar sitja 5000 manns. Á undan háskóla koma menntaskólar og þar sitja urn 12000 manns. Þar að auki erum vib með iðnskóla þar sem við menntum um 1200 manns á hverjum tíma." „En á hverju lifið þið?" spurðu Kínverjar. „Við lifum á fiskveiðum." „Og hvað eru margir í Fiskvinnsluskólanum?" „Það voru ellefu í síðasta árgangi." 6 ÆGIR FEBRÚAR 1995

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.