Ægir - 01.02.1995, Qupperneq 16
Kann ekki annað
en að vera til sjós
Stefán Stefánsson trillukarl á Dalvík segist vera kom-
inn á úreldingaraldur en er samt að fá sér nýjan bát
Þröstur Haraldsson.
Eflaust þurfa flestir Dalvíkingar aö
hvá ef þeir eru spuröir um Stefán Stef-
ánsson, en ef nafniö Stebbi Gren er
nefnt er enginn í vafa. Því nafni hefur
viömælandi okkar gegnt um langt
skeiö eöa síöan hann var á togurum
upp úr seinna stríöi. „Þaö fengu allir
viöurnefni á togurunum og mitt er
dregið af því aö ég er frá Grenivík,"
segir Stebbi.
Sjórinn hefur alla tíö verið hans
vettvangur eða frá því hann var strák-
ur og barðist um á árum. Hann var á
trillum og smábátum frá Grenivík
fram að átján ára aldri. Þá munstraði
hann sig á togskipið Andey frá Hrísey,
gamlan norskan línuveiðara, 70 tonn
að stærð. Næstu árin var hann á stærri
skipum, þar á meðal Snæfellinu sem
Egill Jóhannsson var með og KEA gerði
út. „Það var listafleyta," segir hann.
Árið 1947 komu fyrstu stóru togararnir
og þá fékk Stebbi pláss á ísóifi.
Árið 1950 keypti hann sér sína
fyrstu trillu. „Hún mælist 1,4 tonn og
er enn í gangi með alla pappíra í lagi.
Hún var smíðuð árið 1942 úr rekavið-
ardrumb miklum sem rak aö Látrum
hér fyrir handan Eyjafjörðinn. Síðan
hef ég verið til sjós bæði á eigin vegum
og inn á milli farið á skip, framan af á
síld eða togara ef ekki vertíðarbáta. En
alltaf til sjós því ég kann ekki annaö
og þætti eflaust blóðlatur í iandi," seg-
ir hann og glottir.
Allt umsnúiö í lífríkinu
Stebbi fór á mótoristanámskeið á
Akureyri 1948 en haustið 1952 fór
hann suður í Stýrimannaskólann. „Þar
náði ég í konuna mína, eða hún í mig,
ég var aldrei viss um hvernig það var.
Hún heitir Sigrún Eyrbekk, dóttir Jón-
geirs Eyrbekk sem var sjómaður í Hafn-
arfirði um langt skeið og Jónas Árna-
son skrifaði um í bókinni „Tekið í
blökkina". Sigrún hafði búið á Dalvík
frá 14 ára aldri og tók mig með sér
norður þegar skólinn var búinn. Að
vísu byrjaði ég á því að fara beint út á
togarann Harðbak sem Sæmundur
Auðunsson, landsþekktur aflamaður,
var þá með."
En á Dalvík er Stebbi Gren þekktur
sem trillukarl og sjósóknari. Hann hef-
ur gert út margan bátinn, mest trillur,
en einnig var hann um tíma með
Otur, 58 tonna bát sem enn er geröur
út frá Dalvík. Hann þekkir Eyjafjörð-
inn eins og lófann á sér og því er ekki
úr vegi að spyrja hvort fiskigengdin
hafi ekki breyst á firðinum.
„Jú, fiskurinn hagar sér allt öðru vísi
en hér áður fyrr, það er eins og öllu
hafi verið um snúið. Áður réri maður
alltaf í dýpið og lagði línuna í álana.
Nú fæst ekkert þar. Þorskurinn heldur
sig gjarna á smáblettum og helst uppi í
fjöru á hörðum botni. Það er líka
miklu minna um æti fyrir hann í firð-
inum. Hann gefur sig auk þess á allt
öðrum tíma en áður.
Það hafa líka orðiö fleiri breytingar í
lífríkinu. Áður var hér eingöngu vöðu-
selur, en nú er mikið af blöðrusel og
jafnvel útsel. Það vill nú enginn trúa
þessu með blöðruselinn, en það er
geysimikið af honum og hann étur
gjarna úr netunum. Stundum kemur
fiskurinn spriklandi upp meö gat á
maganum. Þá er blöðruselurinn búinn
að taka úr honum lifrina en ekkert
annaö. Svo er allt orðið krökkt af
hrefnu og höfrungi og alveg óhætt að
fækka þeim eitthvað."
Kvótinn skertur um 70%
Þegar blaðamaður Ægis hitti Stebba
var þaö ekki veiðiskapurinn sem
þvældist fyrir honum. Smábátar mega
ekki vera á sjó núna og reyndar er
hann á milli báta. Hann var á kafi í
pappírsveseni vegna þess að hann var
aö úrelda bátinn sinn, Jóngeir.
„Ég þurfti að fá mér gangmeiri bát,
þessi var með of litla vél og átti oft í
erfiðleikum ef ég lenti á móti í brælu.
Sá gamli var smíöaður í Viksund skipa-
smíðastöðinni í Strusshamn í Noregi
og þeir buðu mér annan bát í skiptum
fyrir hann. Nýi báturinn er jafnstór,
9,5 tonn, en með öflugri vél. Ég var
eitthvað að gera athugasemdir við
teikningar af honum og þá skipti eng-
16 ÆGIR FEBRÚAR 1995