Ægir - 01.02.1995, Síða 17
Stebbi með smábátalægið í Dalvíkurhöfn í baksýn. Á myndinni á gagnstæðri
síðu er Stebbi Gren við bátinn góða sem smíðaður var úr rekaviði á Látrum árið
1942 - og gengur enn. Bak við hann sér í Búa sem nú verður úreltur fyrir
nýja bátinn.
um togum að þeir buðu mér út til Nor-
egs þar sem ég var í vikutíma. Þeir
vildu allt fyrir mig gera og voru afskap-
lega almennilegir við mig. Þetta var í
fyrra þegar allt var á suðupunkti út af
Smuguveiðunum, en þeir létu það ekk-
ert bitna á mér. Ég var eitthvað að
stríða þeim og sagðist þurfa stærri olíu-
tank því ég ætlaði norður í Smugu, en
þeir hlógu bara að mér."
Jóngeir var nýfarinn utan til Björg-
vinjar þegar ég ræddi við Stebba, en
auk hans þurfti að úrelda annan lítinn
bát, Búa, sem hann á. En hvað hefur
hann af kvóta á nýja bátinn?
„Ég á 10 tonn af þorskkvóta og 5
tonn af ýsukvóta."
Hefur þú ekki orðið fyrir skerðingu?
„Jú, blessaður vertu, það er búið að
skerða kvótann hjá mér um 70%. Ég
var að grínast við þá í ráðuneytinu á
dögunum og spurði hvort þeir hefðu
ekki áreiðanlega lækkað hjá sér launin
eitthvað svipað."
Veðurguðirnir stjórni sókninni
Stebbi hefíir að sjálfsögðu skoðanir á
kvótakerfinu og hlut smábátanna íþví.
„Ég vil að bátar undir ákveðinni
stærð, t.d. 4 tonn, fái ákveðið afla-
mark, en séu að öðru leyti látnir í friði.
Það er algert rugl að vera að stjórna
veiðunum hjá þeim, veðráttan sér um
það. Það á að banna þeim að vera á sjó
yfir veturinn og alls ekki að hvetja þá
til vetrarveiða með því að veifa framan
í þá línutvöföldun. Það er stórhættu-
legt að láta þá vera að veiðum á vet-
urna. Á sumrin eiga þeir að fá að veiða
í friði. Nú liggur við að menn fái fyrir-
mæli um það hvar þeir eiga að vera
um verslunarmannahelgina.
Það má hafa svipaðan hátt á um
stærri trillurnar og vertíðarbátana, láta
þá fá ákveðið aflahámark og ef þeir ná
ekki að fiska upp í það er sá fiskur bara
óveiddur í sjónum. Það er ekki verra.
Þetta kvótakerfi er orðið eitt allsherjar
rugl, það þarf að stokka það allt upp.
Það verður að skipta þessu réttlátlega
milli skipa og ef menn eru búnir meö
kvótann sinn þá verða þeir bara að
taka sér frí.
Veiðar krókabátanna eru eitt dæmi
um þetta rugl, þær eru komnar út í
hreina vitleysu. Þetta eiga að heita
smábátar, en eru með allt upp í 400
hestafla vélar og álíka langar línur og
60-80 tonna bátar lögðu hér fyrir
nokkrum árum. Þeir eru að koma með
þetta 200-300 tonn að landi enda sótt
af mikilli hörku."
Kominn á úreldingaraldurinn
Og Stebbi hefur fleira um kvótakerfið
að segja.
„Fyrir daga kvótakerfisins fengu
unglingar að beita fyrir Iínubátana.
Þeir máttu svo eiga fiskinn sem kom á
þá línu og selja hann. Nú er þetta
bannað og þessir strákar geta varla far-
ið út úr hafnarkjaftinum því ef þeir
koma með hálfan kassa af fiski í land
þurfa þeir að láta vigta hann og gera
skýrslu. Það getur nú ekki verið mikið
að því að leyfa þeim að skakast á bát-
um og selja það sem ekki fer í soðið.
Þeir gera þá ekki neitt af sér á meðan.
Það mætti halda að þeir sem settu
þessar reglur hafi aldrei verið strákar
sjálfir."
Þótt Stebbi sé orðinn löggilt gamal-
menni er engan bilbug á honum að
finna. Hann rœr mest einn yfir sumar-
ið, en sonur hans, Davíð, sem er á
loðnubátnum Þórði Jónassyni, fer
stundum með honum í róðra þegar
hann er heima við.
„Ég er yfirleitt á netum á vorin og
línu á sumrin og haustin. Síðastliðið
sumar var ég einn á línunni og gerði
það ágætt, fékk eintóma ýsu. Það er
gott að vera einn því þá getur maður
látið eftir sér alls konar sérvisku og vit-
leysu."
En ertu ekkert á leiðinni í land?
„Nei, það held ég ekki. Ég hef nú
stundum sagt að það eigi að láta okkur
í friði, þessa sem eru komnir á úreld-
ingaraldurinn. Þeir voru eitthvað aö
tala um kransæðastíflu og ætluðu að
skipa mér að hætta, en ég lét það lönd
og leið. Eins og ég segi þá kann ég ekki
annað en að vera til sjós og eitthvað
veröur maður að hafa fyrir stafni. Ann-
ars væri eins gott að láta grafa sig
strax," segir Stefán Stefánsson trillu-
karl á Dalvík. ö
ÆGIR FEBRÚAR 1995 17