Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1995, Side 20

Ægir - 01.02.1995, Side 20
ingunni við 17 cm. Þessum árgangi var svo hægt að fylgja eftir á norðursvæði næstu árin og það sama gilti um árgang- inn frá 1990 sem kemur inn í lengdardreifinguna árið 1991 og myndar topp við 17 cm lengd. Þeim árgangi er hægt fylgja í lengdardreifingunni næstu árin og í stofnmælingu árið 1994 var þessi árgangur orðinn rúmlega 40 cm að lengd á norðursvæði. Á suðursvæði er myndin oft mjög áþekk lengdardreifingu á norðursvæðinu. Þeir árgangar sem hafa reynst áberandi á norðursvæði eru enn sterkari á suð- ursvæði, enda er aðalútbreiðsla ýsunnar hér við land í hlýja sjónum sunnan- og vestanlands. Gullkarfi Á 6. mynd er sýnd lengdardreifing gullkarfa (meðalfjöldi á togmílu) á öllu rannsóknasvæðinu 1985-1994. Almennt má segja að lengdardreifing karfa við landið einkennist af því að kúfur karfans í veiðinni er á bilinu 30-40 cm og gild- ir það almennt allt tímabilið. Einstök ár má sjá á norður- svæði hvernig nýliðun ákveðinna árganga kemur fram sem smátoppur sem færist um 3-4 cm á ári og hverfur að lokum inn í meginlengdardreifinguna. Þetta sést glögglega á norð- ursvæði árið 1986 en þá ber örlítiö á karfaseiðum sem eru Norðursvæði Suðursvæði 40 eo bo o » 40 ao LangdiitokUr (tm) LangdaitokUr (tm) 5. mynd. Lengdardreifing ýsu í stofnmælingu botnfiska 1985-1994 (meðalfjöldi fiska á togmílu) um 7-8 cm á lengd. Þessi toppur er nálægt 9 cm árið eftir og er um 12 cm árið 1988 og enn má fylgja þessum toppi næstu árin. Árið 1991 kemur aftur fram nýr árgangur sem myndar topp við 9 cm lengd og það má fylgja honum eftir næstu ár og árið 1994 er þessi toppur við 15 cm. Þessi nýlið- un kemur þó ekki fram á suðursvæði enda er karfi smærri en 25 cm þar í mjög litlum mæli. Steinbítur Lengdardreifing steinbíts á öllu athugunarsvæðinu er sýnd á 7. mynd. Heildarlengdardreifingin einkennist af til- tölulega jafnri hlutdeild fisks á bilinu 15-60 cm. Mest er af fiski á bilinu 20-40 cm og á árunum 1985-1990 var annar kúfur í lengdardreifingunni við 60 cm. Þessi stærri steinbít- ur hefur minnkað verulega hin allra síðustu ár. Líklegasta skýringin á minnkandi gengd stærri steinbíts má rekja til lakari nýliðunar á miðjum síðasta áratug. Nýliðun í stein- bítsstofninum er nú betri og sýnu best 1994 borið saman við fyrri ár. Keila Lengdardreifing keilu í stofnmælingu botnfiska á íslands- 20 ÆGIR FEBRÚAR 1995

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.