Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1995, Qupperneq 21

Ægir - 01.02.1995, Qupperneq 21
miðum árin 1985-1994 sem fjöldi fiska á togmílu er sýnd á 8. mynd. Keila var tiltölulega algeng fyrsta ár stofnmæling- arinnar og má greina tvo toppa í lengdardreifingunni, ann- an um 35 cm og hinn um 50 cm. Árið eftir mátti sjá einn topp við 50 cm sem enn var meira áberandi árið 1987. Þess- um toppum má fylgja eftir einnig 1988 og síðan dregur úr áhrifum þeirra. Strax árið 1986 verður öriítið vart við smákeilu um 10 cm að stærð (árgangur 1985), árið eftir má fylgja þessum toppi en þá er hann um 19 cm. Árið 1988 er toppurinn kominn í 23 cm og ári síðar er hann kominn í 28 cm. Árið 1990 er hann við 31-32 cm en eftir það er erfiðara að greina þennan árgang. Þó hér liggi ekki mikil gögn að baki er toppur þessi í samræmi við aðrar niðurstöður um aldurs- greiningu og vöxt keilu. Ekki er að sjá að hin allra síðustu ár sé að koma nýr árgangur í keilustofninn og virðist keilu- aflinn fara minnkandi. Skarkoli Það er athyglisvert að skarkoli undir 20 cm veiðist nær aldrei í stofnmælingunni (9. mynd). Meginlengdardreifing skarkolans er mjög jöfn frá ári til árs, á bilinu 30-40 cm. Afli á togmílu var tiltölulega hár 1985 og fór síðan lækk- andi og var kominn í helming þess 1987 sem hann var árið 1985 og hefur nánast staöið í stað síðan. Meöalþyngd eftir aldri Þorskur Meðalþyngd þorsks á suðursvæði er í mikilli uppsveiflu í öllum aldursflokkum 2-9 ára fisks á árinu 1994 (10. mynd). Þannig er meðalþyngd 4 og 9 ára þorsk sú mesta sem sést 9. mynd. Lengdardreifing skarkola í stofnmælingu botnfiska 1985-1994 (meðalfjöldi fiska á togmílu) ÆGIR FEBRÚAR 1995 21

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.