Ægir - 01.02.1995, Page 22
10. mynd. Meðalþyngd (grömm)
þorsks eftir aldri á suðursvæði
1985-1994.
hefur í stofnmælingunni og þyngd 7-8
ára fisks meö því besta sem sést hefur.
Eftir almenna lægö í meöalþyngd um
og upp úr 1990 er meöalþyngd þorsks
á þessu svæöi nú kominn vel yfir með-
allag í öllum aldursflokkum og reyndar
metþyngd hjá tveimur aldursflokkum
sem áður getur.
Á noröursvæði er einnig um sömu
uppsveiflu aö ræða hjá þorski 2-6 ára
(11. mynd). Þyngd 7-9 ára fisks á
þessu svæði hefur verið í nokkurs kon-
12. mynd. Meðalþyngd ýsu (grömm)
eftir aldri á suðursvæði 1985-1994.
11. mynd. Meðalþyngd (grömm)
þorsks eftir aldri á norðursvæði
1985-1994.
ar meðaljafnvægi undanfarin ár og er
það enn á árinu 1994. Um metþyngd
er ab ræða hjá 2 og 4 ára fiski á norð-
ursvæði og annar fiskur 6 ára og yngri
er vel þungur sem áður segir.
Ýsa
Meöalþyngd ýsu á suðursvæði eftir
aldri reyndist mjög léleg á árinu 1994
nema hjá tveggja ára ýsu sem er á svip-
uðu róli hvað þyngd varöar og verið
hefur undanfarin 7 ár (12. mynd).
13. mynd. Meðalþyngd ýsu (grömm)
eftir aldri á norðursvæði 1985-1994.
Þyngd 4, 6, 7, 8 og 9 ára ýsu er í sögu-
legu lámarki stofnmælinganna. Tvö
önnur ár hefur sést lítillega léttari 5 ára
ýsa sem er langt undir meðalþyng árið
1994 svo og 3 ára ýsan 1994 þó hún sé
ekki eins afbrigðilega létt.
Á noröursvæöi er svipað uppi á ten-
ingnum með ýsuna hvað þunga varð-
ar. Átta og níu ára ýsa er þó vel í með-
allagi þung (13. mynd) en þar sem
hlutdeild þessara árganga í sýnum er
sáralítil á norðursvæði skal foröast að
leggja of mikið upp úr þeim gildum. 3,
4, 5 og 7 ára ýsa er hins vegar í sögu-
legu lágmarki (stofnmælinga) á þessu
svæði hvað þunga varðar. Undantekn-
ingin frá þessu er 6 ára ýsa sem er vel í
meðallagi þung á norðursvæði 1994.
Eins og á suðursvæði er tveggja ára ýsa
í meöallagi þung og reyndar þyngri en
sami aldursflokkur hefur verið á þessu
svæði um árabil.
Útbreiðsla nokkurra tegunda
1985-1994
Hér er fjallað um útbreiðslu 6 teg-
unda, þorsks, ýsu, gullkarfa, keiiu,
steinbíts og skarkola, á öllum rann-
sóknatímanum þ.e. 1985-1994. Á
meðfylgjandi útbreiðslumyndum er
meðalafli hverrar tegundar (fjöldi
fiska á togmílu) í hverjum tilkynning-
arskyldureit táknabur með hring þar
sem þvermál hringsins stendur í réttu
hlutfalli við magnið (fjöldann). Hring-
urinn er síðan teiknaður í miðju til-
kynningarskyldureitsins. Mismunandi
kvarði er notaður eftir tegundum og
táknar þvermál hringa þorsks, ýsu og
gullkarfa tvöfalt meira magn (0,25
tommur = 100 fiskar) en hjá öbrum
tegundum (0,5 tommur = 100 fiskar).
Hafa verður í huga að útbreiðslukort
þau sem hér eru birt falla ekki alltaf
saman vib veiðislóbir viðkomandi teg-
unda eins og sjómenn þekkja þær. Hér
er sett fram útbreiðsla hvers stofns í
heild, ekki aðeins veibistofns heldur
einnig ungviðis, sem er oft stór hluti
fiska í hverju togi. Einnig er rétt að
benda á að veiöihæfni vörpunnar er
misjöfn eftir tegundum og stærð fisks-
ins.
22 ÆGIR FEBRÚAR 1995