Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1995, Síða 26

Ægir - 01.02.1995, Síða 26
Þorskur Útbreiðsla þorsks (14. mynd) er eins og kunnugt er allt í kringum landið. í fjölda, þar sem ungviði er stórt hlut- fall, er magnið mest á uppeldisstöðv- um þorskins fyrir Norðurlandi. Sláandi er munur í magni og útbreiðslu fyrir 1989 og á árunum þar á eftir. Árgang- arnir frá 1983 og 1984 voru stór hluti stofnsins fyrir 1989, en eftir það kem- ur greinilega fram hin lélega nýliðun seinni ára. Við skoðun þessara mynda verður að hafa í huga að veiðanleiki þorsks í botnvörpu er mun minni á suðursvæði en á norðursvæði. Ýsa Eins og sjá má á 15. mynd, og al- kunna er, er ýsan algeng allt í kringum landið en þó mest áberandi við suður- ströndina. Sum ár er þó verulegt magn (fjöldi) ýsu fyrir Norðurlandi. Þetta á einkum við þegar stórir árgangar eru að vaxa upp fyrir Norðurlandi og ýsa yngri en tveggja til þriggja ára er meg- inuppistaða stofnsins í fjölda. Gullkarfi Eins og sést á 16. mynd finnst gull- karfi víða kringum landið. Langmest er þó um hann V- og SV-lands, einkum á dýpstu togstöðvum, og einnig talsvert fyrir norðan land (einkum ungviöi). Ef borin eru saman fyrstu ár rannsókna- tímabilsins (1985-1989) við seinni hluta tímabilsins kemur skýrt fram sú hnignun sem orðið hefur á gullkarfa- stofninum hin síðari ár, bæði hvað varðar magn og útbreiðslu. Þetta á einkum við á veiðisvæðum V- og SV- lands. Keila Af meðfylgjandi útbreiöslumynd (17. mynd) sést að keilu veröur vart víðast hvar kringum landið bæði djúpt og grunnt. Magnið er þó yfir- leitt mjög lítið. Tiltöiulega mest virð- ist þó vera af henni austan- og vestan- lands en minna norðan- og sunnan- lands. Það sem finnst af keilu N og NA-lands mun og að mestu vera smá ókynþroska keila sem lítt kemur í venjuleg veiðarfæri. Steinbítur Mest er af steinbít á Vestfjarðamið- um, eins og alþekkt er, einkum á grunnslóð. Steinbítur veiðist lítt S- og SV-lands í stofnmælingunni en reyt- ingur er af honum á miðum N- og A- lands en þar er aðallega um smærri uppvaxandi steinbít aö ræða (18. mynd). Skarkoli Mest fæst af skarkola á grunnslóð V- lands og lítið við suðurströndina. Vit- aö er þó að töluvert er af skarkola við suðurströndina en staðsetning tog- stöðva, sem upprunanlega var miðuð við útbreiðslu þorsks, virðist ná illa til skarkola á þessu svæði. Norðanlands verður hans einnig vart, mest inn- fjarða, í Eyjafirði, Skagafirði og Húnaflóa (19. mynd). Stofnvísitala Reikna má vísitölu stofnstærðar á marga vegu. Hér hefur verið notuð svokölluð Gamma-Bernoulli-aðferð. Þorskur 'ta n 8 *Í 1 i '5> > CVJ 1988 Ár 1990 1992 20. mynd. Stofnvísitölur þorsks, ýsu og gullkarfa í stofnmælingu botnfiska 1985-1994 (fjöldi fiska) 26 ÆGIR FEBRÚAR 1995

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.