Ægir - 01.02.1995, Side 27
Aðferðin byggist á því að meta fyrst út-
breiðslu tegundar og síðan magn á
þeim svæðum sem tegundin heldur sig
á. Þannig er notað eitt líkan til að lýsa
líkunum á því að fá t.d. þriggja ára
þorsk á tiltekinni stöð. Hér er í reynd
smíðuð ný „mæling", sem er núll eða
einn eftir því hvort tegundin kom fyrir
á stööinni eða ekki, en slíkar mælingar
nefnast Bernoulli-mælingar. Mæling-
unum er síðan lýst með tilteknu út-
víkkuðu línulegu líkani. Unnt er að
taka tillit til ýmissa þátta í þessu sam-
bandi, s.s. veðurfars, hitastigs og dýpis,
en í eftirfarandi niðurstöðum hefur
verið notast við staðsetningu ein-
göngu.
Síðan er notað annað líkan til að
lýsa aflamagni á þeim stöðvum þar
sem tegundin veiddist. Ljóst er að afla-
magn er mjög breytilegt og getur í ein-
stöku togum verið mjög mikill afli,
þótt að jafnaði sé hann aðeins nokkrir
fiskar. Þar er því reiknað með þvi að
fjöldi fiska í togi lúti gamma-dreifingu.
Heildarmagn af tegund á tilteknum
stað má síðan reikna sem margfeldi af
líkum á því að fá tegundina sinnum
magn þegar eitthvað fæst. Þannig er
notuð samsett dreifing sem hefur verið
nefnd Gamma-Bernoulli-dreifingin.
Eftir að heildarmagn á hverjum stað
hefur verið reiknað er tiltölulega lítið
mál að reikna heildarmagn á öllu
svæðinu.
Vísitölur þorsks og ýsu eru aldurs-
greindar en vísitölur annarra tegunda
eru reiknaðar fyrir mismunandi lengd-
arflokka eða eftir kynjum.
Þorskur
Vísitölur eins til þriggja ára þorsks
gefa til kynna nýliðun stofnsins en
vísitala fjögurra ára og eldri fisks sýnir
þróun veiðistofns (20. mynd). Augljóst
er að nýliðun var tiltölulega góð fyrstu
ár tímabilsins þegar árgangar 1983 og
1984 voru eins til þriggja ára. Árgang-
ur 1985 virtist einnig lofa góðu sem
ungviði en hefur ekki staðið undir
þeim væntingum. Yngri árgangar hafa
allir verið tiltölulega slakir og jafnvel
afbrigðilega lélegir, svo sem árgangur
1991.
Vísitala veiðistofnsins var óvenju-
lega sveiflukennd fyrstu þrjú árin þeg-
ar hún minnkaði fyrst um 50% og
stækkaði síðan aftur um svipað hlut-
fall. Stofnvísitalan var há 1988-1989
(yfir 200 milljónir fiska) en féll síðan
snögglega árið 1990 og hefur farið
heldur lækkandi síðan. Heildarþróun
vísitölu veiðistofns sýnir því mikinn
samdrátt stofnsins á síðari helmingi
tímabilsins 1984-94.
Ýsa
Nýliðun ýsu einkennist af sterkum
árgöngum árin 1984-85 og 1989-1990
svo sem vísitölur eins til þriggja ára
ýsu bera með sér (20. mynd). Vísitala
veiðistofnsins var ört vaxandi tímabil-
ið 1985 til 1989, þegar vísitalan rúm-
lega fjórfaldaðist. Næstu þrjú árin
minnkaði vísitalan ört en hefur vaxið
á ný síðustu tvö árin og var nánast
jafnhá árin 1994 og 1989.
Gullkarfi
Vísitölur tveggja minni lengdar-
Steinbítur
21. mynd. Stofnvísitölur keilu, steinbíts og skarkola í stofnmælingu
botnfiska 1985-1994 (fjöldi fiska).
ÆGIR FEBRÚAR 1995 27