Ægir - 01.02.1995, Qupperneq 31
Tafla 1 Gæði karfa við löndun metin
Dagar í ís um ESB-flokkun Líklegasta
borð í togara % kassa flokkunin
4 66 A, 33B A
5 15 E, 70 A, 15 B A
9 15 E, 50A, 35 B A
14 10E, 40A, 50B A
18 50 A, 50 B B
19 33 A, 66 B B
Mynd 1. Niðurstöður skynmats á karfa eftir
mislanga geymslu um borð og í landi
Tafla 2. Samanburður á gæðum karfa frá fyrsta og síðasta degi veiðiferðar
við löndun í Bremerhaven og eftir geymslu í landi. (Gæði eru metin með
skynmati og efnamælingum.)
4 dagar um borf) 18 dagar um borb 4 dagar um borb
2 dagar í landi 2 dagar í landi 16 dagar í landi
TMA (mgN/lOOg) 1,3 13,7 14
TVB (mgN/lOOg) 14,7 30,6 27
Skynmatseinkunn 8 4,6 4
og var karfinn fyrst mjúkur og safarík-
ur en á endanum þurr.
Þegar kom að mörkum geymsluþols,
sem er einkunn 4 að mati Þjóðverja,
var bragðinu lýst sem úldnu,
skemmdu, ammoníaksbragði, sætu og
ostkenndu. Að okkar mati gefa þessar
lýsingar til kynna að komið sé niður
fyrir mörk neysluhæfni. Það var einnig
álit starfsmanns Rf sem tók þátt í skyn-
matinu að neyslumörk Þjóðverjanna
væru aðeins neöar en okkar og þeir
sættu sig við verri skemmdareinkenni.
Geymsluþol
Niðurstöður skynmats á öllum sýn-
unum eru sýndar á mynd 1. Sýnunum
var safnað alla veiðiferðina og þau síð-
an geymd áfram í landi. Þessi sýni hafa
því verið geymd mislengi um borð og í
landi. Við raunverulegar aðstæður,
þegar neytandinn fær fiskinn, má bú-
ast við að hann hafi verið geymdur
mislengi um borð í skipi og síðan í
landi.
ísaður karfi hafði að meðaltali 18
daga geymsluþoi. Hluti af karfanum
var á mörkum geymsluþols eftir 14
daga í ís en karfi sem geymdur var
mestan hluta geymslutímans um borð
náði um þriggja vikna geymsluþoli
samkvæmt skilgreiningu Þjóðverjanna.
Tafla 2 sýnir samanburð á gæðum
karfa frá fyrsta og síðasta veiðidegi
ásamt karfa sem geymdur var í Ham-
borg mestallan tímann. Fiskur sem
geymdur var 18 daga um borð og tvo
daga í landi var á mörkum söluhæfni.
Hitastig í fiski hækkabi við löndun og
á uþpboðinu vegna þess að elsti karf-
inn var að verða íslaus.
Skemmdarhraöi karfans fór eftir ab-
stæðum við geymslu. Karfinn sem
geymdur var nær allan tímann
óhreyfður í lest togarans geymdist
lengst eba 17 daga um borð og 5 daga í
landi en karfi sem geymdur var í kæli-
geymslu mestallan tímann dæmdist
óhæfur eftir 16 til 19 daga. Mismunur
á hitastigi í kæligeymslu í landi og lest
togarans var um 4°C. Einnig hafði
meðhöndlun við löndun og flutninga
áhrif á geymsluþol.
Efnamælingar
Helstu niöurstöður efnamælinga á
TMA og TVB voru þær ab þessar mæl-
ingar segja ekkert um ferskleika karfa
fyrstu 12 daga í ís. TMA- og TVB-gildi
fóru ekki að hækka fyrr en eftir 12 til
15 daga í ís. Á 22. degi geymslu voru
TMA-gildin frá 6 og upp í 18 og TVB
frá 36 upp í 48 mgN/lOOg. Gildiö 25
mgN/lOOg fyrir TVB hefur oft verið
notaö fyrir mörk neysluhæfni og í fisk-
vinnslu á íslandi hefur gildið 7
mgN/lOOg fyrir karfa verið notað en 10
fyrir þorsk. Þegar TVB var á bilinu um
25 til 30 mgN/lOOg sýndu skynmats-
niðurstöbur mebalgildi frá 5 niöur í 1.
Framhaldstilraunir Þjóðverja
Venjulega hefur verið ætlað að hita-
stig í fiski í bráðnandi ís sé um 0°C.
ÆGIR FEBRÚAR 1995 31